Um vinnustaðinn
Verktakafyrirtækið Borgarverk ehf. var stofnað í Borgarnesi þann 14. janúar 1974 og er meðal þeirra elstu á verktakamarkaði á Íslandi. Borgarverk hefur frá fyrstu tíð stundað almenn verktakastörf á sviði jarðvinnslu en frá árinu 1982 hefur fyrirtækið sérhæft sig í vegaframkvæmdum. Klæðingar, viðhald og nýlagnir eru fyrirferðamestu þættirnir. Fyrirtækið hefur verið í örum vexti síðustu árin og verkefnum fjölgað stöðugt. Höfuðstöðvar Borgarverks eru í Borgarnesi en einnig er rekin starfsstöð á Akranesi og Selfossi ásamt skrifstofu í Mosfellsbæ.
Ef þú hefur áhuga á að komast í Borgarverkshópinn skaltu senda okkur starfsumsókn.

Creditinfo - Framúrskarandi fyrirtæki 2024
Árlega vinnur Creditinfo greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitir Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn

Jafnlaunavottun
Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.
Borgarbraut 57, 310 Borgarnes


51-200
starfsmenn