Borgarbyggð
Starfasíða Borgarbyggðar
Um vinnustaðinn
Borgarbyggð er fallegt, friðsælt og fjölskylduvænt sveitarfélag á Vesturlandi, í nálægð við allt sem skiptir máli.
Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingum sem sýna metnað og frumkvæði í starfi. Borgarbyggð hefur einsett sér að leggja aukna áherslu á notendamiðaða þjónustuhönnun, tækniframþróun og þjónustu við íbúa og viðskiptavini.
Í þeirri vegferð sem er framundan ætlum við að efla þjónustu sveitarfélagsins og vera tilbúin að mæta áskorunum framtíðarinnar. Áhersla verður lögð á þverfaglegt samstarf í verkefnamiðuðu umhverfi og frekari þróun innra starfs sem leiði í senn til framúrskarandi þjónustu og öflugs vinnuumhverfis.
Gildi Borgarbyggðar í starfsmannamálum eru: virðing, áreiðanleiki og metnaður sem höfð eru að leiðarsljósi í stefnum og markmiðum í starfi.
Jafnlaunavottun
Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.
Digranesgata 2, 310 Borgarnes
16
Stofnanir
Stofnanir
201-500
starfsmenn
Vinnutími
Stytting vinnuvikunnar
Samgöngur
Almenningssamgöngur milli Borgarness og höfuðborgarsvæðisins eru góðar en Strætó, leið 57 gengur daglega fram og til baka á milli.
Hreyfing
Heilsueflingarstyrkur í þrek og sund
Heilsa
Borgarbyggð er heilsueflandi samfélag