Blue Car Rental

Blue Car Rental

Vinnustaðurinn
Blue Car Rental
PrófíllÖll störf
Um vinnustaðinn
Blue Car Rental er íslensk bílaleiga sem rekur öfluga leigu á Suðurnesjum og Reykjavík ásamt fullbúnu þjónustuverkstæði. Við erum fjölbreyttur og lifandi hópur sem sinnir ólíkum og margbreytilegum verkefnum innan hópsins. Saman erum við lið í sókn. Við erum hópur sem leggur áherslu á jákvæð og uppbyggjandi samskipti, teymisvinnu, sýnum metnað í starfi og þorum að takast á við breytingar. Hér ríkir góður starfsandi og verkefnin eru spennandi og fjölbreytt. Við leggjum áherslu á öryggi og góðar starfsaðstæður.

Gæða- og umhverfisvottun ferðaþjónustunnar

Vakinn er gæða- og umhverfisvottun fyrir íslenska ferðaþjónustu. Verkefninu er stýrt af Ferðamálastofu. Þau fyrirtæki sem taka þátt fá óháðan þriðja aðila til að skoða og taka út starfsemi og þjónustu fyrirtækisins, fá staðfestingu á því sem vel er gert og tækifæri til að bæta það sem betur má fara.

Kolviður

Fyrirtækið hefur bundið kolefni á móti losun tengdri starfsemi (að hluta eða öllu leyti)

Jafnlaunavottun

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

Mannauðshugsandi vinnustaðir 2022

Til að vera meðal leiðandi íslenskra vinnustaða sem uppfylla ströng skilyrði HR Monitor til að vera útnefnd Mannauðshugsandi vinnustaðir þarf að hafa á 12 mánaða tímabili keyrt mannauðsmælingar meðal allra starfsmanna vinnustaðarins í hverjum ársfjórðungi eða frá fjórum til tólf sinnum á líðandi ári.
Blikavöllur 3, 235 Reykjanesbær
Mannauðsstefnan
Það er gaman að vinna hjá Blue Car Rental. Fyrirtækið er lifandi og býður stöðugt upp á nýjar áskoranir. Við erum ekki hrædd við að gera breytingar og horfum ávallt fram á við. Við viljum gera betur en í gær og til þess þarf sterka liðsheild. Liðsheildin birtist í hjálpsemi og góðum samskiptum. Mikilvægt er að allir séu á sömu vegferð í lifandi umhverfi sem býður upp á áskoranir. Öll störf í fyrirtækinu eru jafn mikils virði, hlustað er á starfsmenn og gott aðgengi er að stjórnendum. Markmiðið er að stuðla að starfsánægju og Blue Car Rental hafi yfir að ráða hæfu og áhugasömu starfsfólki sem skapar í sameiningu jákvætt og aðlaðandi starfsumhverfi. Tilgangur stefnunnar er að allar ákvarðanir sem teknar eru og snúa að sambandi Blue Car Rental og starfsfólki þess skapi vinnustaðamenningu sem allir geta verið stoltir af að tilheyra. Stefnan felur meðal annars í sér: • Nýliðaþjálfun • Faglegt ráðningaferli • Virka heilsueflingu innan fyrirtækisins • Gott upplýsingaflæði • Fræðslu • Jafnrétti • Ábyrgð starfsmanns á frumkvæði og góðum samskiptum • Skipulagða viðburði til að efla liðsheildina Reglulegar mælingar og lykiltölur á starfsánægju ásamt starfsmannasamtölum eru nýttar til að meta framkvæmd og framgang stefnunnar.

51-200

starfsmenn

2010

stofnár

75%

25%

Hreyfing

Líkamsræktarstyrkur

Samgöngur

Góð kjör á bíl á rekstrarleigu

Skemmtun

Öflugt starfsmannafélag

Nýjustu störfin

Engin störf í boði

Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.