Blue Car Rental

Blue Car Rental

Viltu vinna með okkur?
Blue Car Rental
Um vinnustaðinn
Blue Car Rental er íslensk bílaleiga sem rekur öfluga leigu á Suðurnesjum og Reykjavík ásamt fullbúnu þjónustuverkstæði. Við erum fjölbreyttur og lifandi hópur sem sinnir ólíkum og margbreytilegum verkefnum innan hópsins. Saman erum við lið í sókn. Starfsstöðvar okkar hafa verið endurbættar og endurnýjaðar á undanförnum árum og eru bæði starfsaðstæður og starfsmannaaðstaða til fyrirmyndar. Við erum hópur sem leggur áherslu á jákvæð og uppbyggjandi samskipti, teymisvinnu, sýnum metnað í starfi og þorum að takast á við breytingar. Hér ríkir góður starfsandi og verkefnin eru spennandi og fjölbreytt. Við leggjum áherslu á öryggi.

Gæða- og umhverfisvottun ferðaþjónustunnar

Vakinn er gæða- og umhverfisvottun fyrir íslenska ferðaþjónustu.

Kolviður

Fyrirtækið hefur bundið kolefni á móti losun tengdri starfsemi (að hluta eða öllu leyti)

Jafnlaunavottun

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.
Blikavöllur 3, 235 Reykjanesbær
Mannauður
Mannauður Blue Car Rental er dýrmætur og liggur árangur fyrirtækisins undir því að fjölbreyttur hópur fólks starfi saman sem ein heild. Öll störf eru mikilvæg til að það gangi upp. Við leggjum áherslu á sterka liðsheild sem birtist í hjálpsemi og góðum samskiptum. Við berum öll ábyrgð að skapa í sameiningu heilbrigt og jákvætt starfsumhverfi sem við erum stolt af.
Gleði
Okkur þykir gaman að leika og skemmta okkur. Við erum með starfandi starfsmannafélag og innra markaðsteymi sem sér um að skipuleggja ýmsa viðburði og daga til að brjóta upp hversdagsleikann.

51-200

starfsmenn

Hreyfing

Líkamsræktarstyrkur

Samgöngur

Góð kjör á bíl í rekstrarleigu

Skemmtun

Öflugt starfsmannafélag

Jafnrétti
Blue Car Rental tekur mið af hæfni og færni einstalinga í þau störf sem bjóðast í fyrirtækinu. Við viljum hafa starfsmannahópinn okkar fjölbreyttan þar sem starfsfólk hefur tækifæri til að færa sig til í starfi innan fyrirtækisins sé kostur á því. Við erum jafnlaunavottað fyrirtæki síðan 2022. Markmiðið er að tryggja öllum kynjum sömu jöfn laun og sömu kjör fyrir jafn verðmæt störf. Starfsfólki skal ekki mismunað vegna kyns, kynhneigðar, ætternis, trúar, þjóðernisuppruna, litarháttar, efnahags, skoðana eða stöðu að öðru leiti.
Öryggi
Við leggjum mikla áherslu á öryggi og heilbrigði starfsfólks. Við erum með starfandi öryggis- og heilbrigðisnefnd sem sér meðal annars um áhættumat á störfum og innri öryggisúttektir. Við erum með forvarnir gegn hvers kyns ofbeldi og áreitni sem birtist í fræðslu og hvatningu til góðra samskipta sem er kannað í starfsánægjukönnunum og í starfsmannaviðtölum.