Bílaumboðið Askja

Bílaumboðið Askja

Bílaumboðið Askja
Um vinnustaðinn
Bílaumboðið Askja er framsækið þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á nýjum og notuðum bifreiðum frá Mercedes-Benz, Kia og Honda ásamt þjónustu og viðhaldi fyrir viðskiptavini Öskju, bæði til einstaklinga og fyrirtækja. Við vitum að eitt mesta virði okkar felst í góðum mannauð. Hjá Öskju starfar samheldin og fjölbreyttur hópur sem býr yfir brennandi áhuga í sínu fagi, framúrskarandi þjónustulund og metnaði til ná árangri. Askja býður upp á fyrirmyndaraðstöðu fyrir starfsfólk, eitt fullkomnasta bifreiðaverkstæði landsins, glæsilega sýningarsali og varahlutaþjónustu. Lögð er sérstök áhersla á að skapa menningu sem einkennist af gleði, samvinnu og sveigjanleika. Markmið fyrirtækisins er að vera leiðandi í þjónustu til viðskiptavina með því að veita starfsfólki stuðning og skapa því umhverfi sem byggir á metnaði, fagmennsku og heiðarleika. Askja er staðsett á Krókhálsi 7-13 í þremur húsnæðum. Askja notaðir bílar eru á Krókhálsi 7 þar sem við bjóðum upp á úrval notaðra bíla frá öllum bílaframleiðendum. Sýningarsalur Mercedes-Benz er á Krókhálsi 11 ásamt höfuðstöðvum Öskju og skrifstofu og svo sýningarsalur Kia og Honda á Krókhálsi 13.

Jafnlaunavottun

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

ISO 14001 - Vottun umhverfisstjórnunarkerfa

Umhverfisstjórnunarstaðallinn ÍST EN ISO 14001:2015 er alþjóðlegur staðall sem skilgreinir kröfur fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja bæta heildar árangur sinn í umhverfismálum með því innleiða í starfsemi sína umhverfisstjórnunarkerfi.

Heimsmarkmiðin

Fyrirtækið er þátttakandi í 17 heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna gegn hlýnun Jarðar.
Krókháls 11, 113 Reykjavík
JAFNLAUNASTEFNA
Askja hefur innleitt jafnlaunastaðalinn ÍST 85/2012 og hefur hlotið jafnlaunavottun. Það er markmið Öskju að bjóða samkeppnishæf kjör og að allir starfsmenn njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Við höfum hlotið jafnlaunavottun BSI. Askja er með jafnréttisstefnu og aðgerðaáætlun í jafnréttismálum.
UMHVERFISSTEFNA
Askja hefur sett sér það markmið að vera leiðandi á sviði umhverfismála og leitast við að vernda umhverfi okkar og koma í veg fyrir mengun. Hluti af markmiðum Öskju fela meðal annars í sér: Við erum með umhverfisvottun ISO 14001. Við flokkum allt sorp. Við vinnum gegn matarsóun. Við notum rafhlaupahjól til að fara á milli bygginga. Við kolefnisjöfnum reksturinn okkar.

51-200

starfsmenn

Hreyfing

Öllu starfsfólki býðst árlegur líkamsræktarstyrkur.

Matur

Frábært mötuneyti þar sem áhersla er lögð á hollan og fjölbreyttan mat.

Skemmtun

Öflugt starfsmannafélag og reglulegir viðburðir fyrir starfsfólk.

Vinnutími

Stytting vinnuvikunnar var innleidd í öllum deildum Öskju árið 2020.

Heilsa

Lögð er mikil áhersla á velferð og vellíðan starfsfólks. Eitt af markmiðum Öskju er að efla heilsuvitund starfsfólks og í boði er ýmiskonar stuðningur og forvarnir fyrir bæði andlega og líkamlega heilsu.

STARFSÞRÓUN
Boðið er upp á markvissa fræðslu og starfsþróun sem tekur mið af stefnu Öskju hverju sinni. Starfsþróun er margvísleg og getur falist í fræðslu og þjálfun, aukinni ábyrgð eða nýjum verkefnum. Starfsfólk er hvatt til að eiga frumkvæði að sinni eigin starfsþróun og til að sýna metnað til að takast á við nýjar áskoranir og þróast í starfi.