Bestseller
Um vinnustaðinn
Hjá Bestseller á Íslandi starfar hópur fólks á öllum aldri. Saman vinnum við að því að veita viðskiptavinum góða þjónustu og kappkostum að selja Íslendingum danska hönnun á góðu verði.
Vinnuumhverfið okkar er mjög lifandi, við tökum á móti nýjum vörum í hverri viku og erum í miklu sambandi við Bestseller í Danmörku. Stór hluti af starfseminni fer fram í verslunum okkar í Kringlunni og Smáralind en hluti starfsmanna vinnur einnig á skrifstofu fyrirtækisins og á lagernum sem eru staðsett í Garðabæ.
Verslanir okkar eru ellefu talsins, tíu í Smáralind og Kringlunni ásamt netversluninni bestseller.is.
Jafnlaunavottun
Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.
Gilsbúð 5, 210 Garðabær
51-200
starfsmenn