
Baugur
Skynjun, uppgötvun, þekking

PrófíllÖll störf
Um vinnustaðinn
Leikskólinn Baugur er átta deilda leikskóli fyrir börn á aldrinum eins til sex ára og geta 143 börn dvalið í skólanum.
Leikskólinn er staðsettur í Kórahverfi í Kópavogi þar sem stutt er í útivistarsvæðið í Leirdalnum, Heiðmörkina og aðrar náttúruperlur. Leikskólinn er einnig með afnot af útisvæði sem heitir Magnúsarlundur. Magnúsarlundur er svæði sem nýtist vel til útináms. Svæðið er mjög fjölbreytt með gömlum greni-og furulundum, lautum og móum. Magnúsarlundur er samnýttur af Hörðuvallaskóla og leikskólunum Baugi, Kór og Aðalþingi.
Baugur telst vera nokkuð stór leikskóli sem í okkar huga er einn af okkar mörgu kostum. Mannauðurinn er mikill, með ólíkum einstaklingum með mismunandi styrkleika. Lögð er áhersla á að þeir sem eftir því sækjast fái ábyrgð og verkefni við hæfi en í Baugi eru allir mikilvægir sama hvaða hlutverki þeir gegna. Samvinna og metnaður til að gera vel sameinar okkur alla daga og skapar okkar frábæru liðsheild. Gleði er að okkar mati lykillinn að starfsánægju en við höfum gert með okkur sáttmála sem stuðlar að vellíðan starfsfólks þar sem skýr, skilvirk, hlý og jákvæð samskipti eru í forgrunni.

Jafnlaunavottun

Heimsmarkmiðin

Barnvænt sveitarfélag

Heilsueflandi samfélag
Baugakór 36, 203 Kópavogur
Hreyfing
Frítt í sund
Líkamsræktaraðstaða
Líkamsræktarstyrkur
Vinnutími
Styttri vinnuvika
Nýjustu störfin
Engin störf í boði