
Austurbrú ses.
Þekking - Þróun - Þjónusta

PrófíllÖll störf
Um vinnustaðinn
Austurbrú vinnur að hagsmunamálum íbúa á Austurlandi og veitir samræmda og þverfaglega þjónustu tengda atvinnulífi, menntun og menningu.
Hjá Austurbrú er unnið að rannsóknum og greiningum sem tengjast byggðamálum og Austurlandi, auk ýmissa greininga fyrir stofnanir og einkaaðila. Austurbrú hýsir Áfangastaðastofu Austurlands og ber ábyrgð á markaðssetningu landshlutans í samstarfi við samstarfsaðila og stendur fyrir ýmsum viðburðum sem efla Austurland. Þar á meðal er móttaka blaðamanna, skipulag ráðstefna eins og Mannamóts, ferðaleiðir á Austurlandi og umsjón Austurlands-appsins. Austurbrú sinnir einnig byggðaþróun og vinnur verkefni tengd byggðaáætlun, veitir ráðgjöf til atvinnulífsins varðandi nýsköpun og framþróun auk þess að styðja við hagsmunamál landshlutans s.s. húsnæðisþróun og mannfjöldaspár auk vinnumarkaðsgreininga. Austurbrú er leiðandi afl varðandi menntamál á Austurlandi og sinnir símenntun; þar með talin símenntun fagstétta, fræðsluáætlanir fyrirtækja, framhaldsfræðsla og námsleiðum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og háskólamálum hvað varðar próftöku og þróun námsframboðs. Ennfremur eru málefni innflytjenda viðfangsefni Austurbrúar sem er leiðandi í kennslu íslensku á Austurlandi. Að auki hefur Austurbrú daglega umsýslu Sambands sveitarfélaga á Austurlandi á sínu starfssviði og öll málefni sem tengjast landshlutasamtökunum og samskiptum við stjórnvöld.

Heimsmarkmiðin

Jafnlaunavottun
Tjarnarbraut 39, 700 Egilsstaðir
Dreifsetning
Austubrú hefur starfsstöðvar víða á Austurlandi og starfsmenn geta almennt valið búsetu í landshlutanum. Skilyrði fyrir starfi hjá Austurbrú er þó almennt búseta á Austurlandi.
Starfsstöðvar eru Vopnafjörður, Egilsstaðir, Borgarfjörður eystri, Seyðisfjörður, Reyðarfjörður, Neskaupstaður, Stöðvarfjörður og Djúpivogur.
11-50
starfsmenn
Búnaður
Góður aðbúnaður og aðstaða. Tölva. Rafknúin skrifborð. Skjáir fyrir heimavinnu.
Vinnutími
Sveigjanlegur vinnutími og stytting vinnuvikunnar
Hreyfing
Þátttaka í hreyfi og lífsstílsátökum s.s. Lífshlaupið og Hjólað í vinnuna
Fjarvinna
Skilgreindir heimavinnudagar á mánuði
Heilsa
Heilsustyrkur. Heilsueflandi vinnustaður
Skemmtun
Starfsmannafélag
Nýjustu störfin
Engin störf í boði