
Augljós Laser Augnlækningar
Vinnustaðurinn

PrófíllÖll störf
Um vinnustaðinn
Augljós er framsækið heilbrigðisfyrirtæki sem sérhæfir sig í laseraugnlækningum og almennum augnlækningum.
Augljós var stofnað árið 2012. Stöðin sérhæfir sig í greiningu og meðferð sjónlagsgalla eins og nærsýni, fjarsýni og sjónskekkju. Við vorum fyrst laserstöðva hér á landi að bjóða upp á hníflausar aðgerðir. Þrátt fyrir að stöðin sé orðin þekkt um land allt fyrir laseraðgerðir eru þó allir velkomnir á stöðina - við greinum og meðhöndlum alls kyns augnsjúkdóma, líkt og gláku, ský á augasteini, sykursýkisskemmdir í sjónhimnu svo einhverjir séu nefndir.
SÉRFRÆÐIREYNSLA OG ÞEKKING Í RÖSKAN ÁRATUG
Jóhannes Kári Kristinsson augnlæknir er sérfræðingur í laseraugnlækningum og hornhimnulækningum. Hann hefur framkvæmt meira en 10.000 aðgerðir frá árinu 2001.
FULLKOMNUSTU TÆKIN
Schwind Amaris lasertækið er nýtt og eitt það fullkomnasta í heimi. Þýsk hönnun, gæði og nákvæmni koma saman í einum ótrúlegum eðalgrip með óteljandi möguleikum.
SÉRNÁM OG ÞEKKING Í HORNHIMNULÆKNINGUM
Þekking á hornhimnulækningum er nauðsynleg til að geta boðið upp á bestu mögulegu þjónustu. Jóhannes Kári lauk sérnámi (fellowship) við eina virtustu augndeild Bandaríkjanna, Duke Eye Center í Norður-Karólínu.
Álfheimar 74
Nýjustu störfin
Engin störf í boði