
AÞ-Þrif ehf.
Þjónustulund - Fagmennska - Heiðarleiki

Um vinnustaðinn
AÞ-Þrif ehf er ungt og framsækið hreingerningafyrirtæki með í kringum 250 starfsmenn af 30 þjóðernum og býður upp á almenna og sérhæfða þjónustu þegar kemur að þrifum fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga. AÞ-Þrif er vaxandi fyrirtæki og við erum sífellt að leita að fleira fólki til að bætast í starfsmannahópinn.
AÞ-Þrif is one of the largest cleaning service in Iceland, with 250 employees and serves private and public companies and building contractors. AÞ-Þrif is expanding and we are always looking for good employees to join our lively workplace.

Creditinfo - Framúrskarandi fyrirtæki 2024
Árlega vinnur Creditinfo greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitir Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn

Svansvottun
Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna sem var komið á fót af Norrænu ráðherranefndinni árið 1989. Meginmarkmið Svansins er að draga úr umhverfisáhrifum af vörum eða þjónustu og auðvelda neytendum að velja umhverfisvænni kosti.

Jafnlaunavottun
Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.
Great Place to Work
Great Place to Work vottun byggir á 30 ára rannsóknum til að leggja mat á vinnustaðamenningu og sýna þér hvernig þinn vinnustaður kemur út í samanburði við þá bestu í heimi.
Skeiðarás 12, 210 Garðabær

22
Þjóðerni
Þjóðerni
Great Place to work
Við erum stolt af því að við hlutum þann heiður að vera vottuð Great Place to Work frá 2023-2026. Einnig fengum við vottunina Frábær vinnustaður fyrir konur tvo ár í röð 2024 og 2025. www.greatplacetowork.is. Great place to work kannar starfsánægju og er alþjóðlegt mælitæki sem byggir á 30 ára rannsóknum og gefur út listann hjá Fortune 100 yfir bestu fyrirtækin til að vinna fyrir. AÞ-Þrif hefur hlotið þessa vottun sem viðurkenningu á frábærri vinnustaðarmenningu og var í kjölfarið tekið viðtal við okkur.

201-500
starfsmenn
Skemmtun
Öflugt starfsmannafélag
Vinnutími
Ýmsar útfærslur í boði, dag, kvöld, helgar, seinnipart vinna