Arnarsmári

Arnarsmári

Frumkvæði, vinátta og gleði
Arnarsmári
PrófíllÖll störf
Um vinnustaðinn
Leikskólinn Arnarsmári er fimm deilda leikskóli og í honum eru um 84 börn á aldrinum eins árs til sex ára. Arnarsmári er opinn skóli, þ.e. að deildirnar eru ekki mjög stórar en stór svæði um skólann eru samnýtt af öllum deildunum. Leikskólinn stendur á Nónhæð, lóðin er stór og góð og útsýni frá skólanum er mikið og fagurt. Frumkvæði, vinátta og gleði eru einkunnarorð skólans. Með áherslu á þau gildi er skapað öruggt umhverfi, sem eykur vellíðan og ánægju einstaklingsins og hópsins í heild. Í tengslum við einkunnarorð skólans er lögð áhersla á iðkun dyggða. Unnið er sérstaklega með hverja dyggð í u.þ.b. sex vikur í senn þar sem börn og kennarar tileinka sér þær. Þau ræða saman um dyggðirnar, syngja lög og lesa bækur sem tengjast þeim. Í Arnarsmára er stuðlað að því að börnin verði sjálfstæðir, gagnrýnir, virkir og ábyrgir þjóðfélagsþegnar. Börnin þurfa að njóta sín sem einstaklingar í barnahópnum, öðlast sjálfstraust, jákvæða sjálfsmynd og sterka sjálfsvitund. Þau þurfa að læra að vinna með öðrum, eignast vini, sýna tillitssemi og öðlast heilbrigða samkennd. Arnarsmári er einnig Réttindaskóli UNICEF en í því felst að byggja upp lýðræðislegt umhverfi, standa vörð um réttindi barna og rækta með markvissum hætti þekkingu, leikni og viðhorf sem hjálpar börnum að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í samfélaginu okkar.

Jafnlaunavottun

Heimsmarkmiðin

Barnvænt sveitarfélag

Heilsueflandi samfélag

Arnarsmári 34, 201 Kópavogur
Hreyfing

Frítt í sund

Líkamsræktaraðstaða

Líkamsræktarstyrkur

Vinnutími

Styttri vinnuvika

Nýjustu störfin

Engin störf í boði