
Alcoa Fjarðaál
Nýtum tækifærin – náum árangri.

Um vinnustaðinn
Álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði hóf starfsemi árið 2007. Fjarðaál er eitt af nútímalegustu og tæknilega fullkomnustu álverum heims og er fyrirmynd hvað varðar umhverfisvernd og jafnréttismál. Álverið er það stærsta á Íslandi með framleiðslugetu allt að 360.000 tonn af áli á ári.
Álver Alcoa Fjarðaáls er stór og lifandi vinnustaður sem aldrei sefur. Saman sköpum við útflutningsverðmæti á öruggan og ábyrgan hátt, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Gildi okkar eru heilindi, árangur, umhyggja og hugrekki. Öryggi og heilbrigði eru ávallt forgangsmál á vinnustaðnum. Við höfum stöðugar umbætur að leiðarljósi og leggjum áherslu á þátttöku allra í umbótavinnu. Við viljum líka hafa gaman í vinnunni og láta gott af okkur leiða í samfélaginu á Austurlandi.
Samkeppnishæf launakjör og aðbúnaður til fyrirmyndar
Fjarðaál greiðir samkeppnishæf laun og aðbúnaður starfsmanna er til fyrirmyndar. Við fáum meðal annars ókeypis akstur til og frá vinnu og frítt fæði í frábæru mötuneyti. Við erum með öflugt mannauðsteymi og höfum okkar eigin heilsugæslu og aðgang að Velferðarþjónustu Heilsuverndar.
Fjölbreytt störf og mikil tækifæri til starfsþróunar
Fastráðnir starfsmenn Fjarðáls eru um 540 og þar að auki starfa um 250 manns á vegum annarra fyrirtækja í álverinu. Störfin hjá Fjarðaáli eru afar fjölbreytt og tækifæri til þjálfunar, menntunar og starfsþróunar eru mikil. Móðurfélagið Alcoa Corporation er leiðandi í áliðnaði á heimsvísu og þar eru líka tækifæri til starfsþróunar.

Aðildarfélag Festu fyrir samfélagsábyrgð

Heimsmarkmiðin

Jafnlaunavottun

ISO 9001 - Gæðastjórnunarstaðall

UN Global Compact

ISO 14001 - Vottun umhverfisstjórnunarkerfa
Hraun 1, 731 Reyðarfjörður

Gildi
Heilindi
Við erum heiðarleg og ábyrg og fylgjum í hvívetna lögum, reglugerðum og starfsleyfi. Við berum virðingu fyrir samfélaginu okkar. Við byggjum upp traust með opnum samskiptum við starfsfólk, samfélagið, viðskiptavini og birgja.
Árangur
Stöðugar umbætur eru undirstaða góðs árangurs Fjarðaáls. Við erum stöðugt að finna nýjar leiðir til að vernda umhverfið og starfsfólk á sjálfbæran og samfélagslega ábyrgan hátt. Við erum skapandi og stefnum alltaf að bestu gæðum og framleiðni til að mæta kröfum og væntingum viðskiptavina.
Umhyggja
Við sýnum vinsemd, samkennd og virðingu í öllum samskiptum. Við metum framlag hvers einstaklings að verðleikum til að skapa fjölbreytileg teymi. Við hlustum, hjálpum og hvetjum, þannig myndum við gagnkvæmt traust og sköpum öruggt umhverfi fyrir alla
Hugrekki
Við leggjum grunn að framtíðinni með nýsköpun og forðumst kyrrstöðu. Við fögnum öllum tækifærum til að þróast og höfum hugrekki til að setja fram og prófa nýjar hugmyndir.
Framtíðarsýn
Leitum nýrra leiða í áliðnaði með sjálfbæra framtíð að leiðarljósi.
Alcoa Fjarðaál verður eftirsóttur hátæknivinnustaður sem eykur lífsgæði með ábyrgri framleiðslu áls.

501-1000
starfsmenn
Hreyfing
Velferðarstyrkir
Samgöngur
Rútuferðir til og frá vinnu
Matur
Frábært mötuneyti
Heilsa
Velferðarþjónusta
Búnaður
Vinnufatnaður ofl.

