

Að gefa út bók - frá hugmynd til lesenda
Dreymir þig um að gefa út bók en veist ekki hvernig þú ferð að? Bókaútgáfa blómstrar sem aldrei fyrr og þeim sem gefa út eigin verk fjölgar stöðugt enda tæknin orðin þannig að hver og einn getur stjórnað eigin útgáfu.
Að mörgu er að huga í útgáfu bóka. Farið verður yfir helstu þætti sem hafa þarf í huga í útgáfuferlinu, allt frá hönnun og umbroti og þar til bókin er komin í sölu og dreifingu. Verkþættir í bókaútgáfu eru fjölbreytilegir og krefjast ólíkrar þekkingar. Það skiptir miklu máli að leita til fagaðila og tryggja þannig gæði bókarinnar, því annars er stundum betur heima setið en af stað farið.
Til eru ýmsar leiðir til við fjármögnun útgáfu bókar og oft yfirsést höfundum þær. Þar má nefna ýmsa styrki s.s. hópfjármögnun, forsölu og fleira en einnig endurgreiðslu ríkisins og höfundaréttargreiðslur.