
Golfklúbbur Reykjavíkur
Golfklúbbur Reykjavíkur sér um rekstur 18 holu golfvallar í Grafarholti ásamt 6 holu æfingavelli, Grafarkot, sem hentar vel til æfinga á stutta spilinu. Klúbburinn annast einnig rekstur 27 holu golfvallar að Korpúlfsstöðum auk Thorsvallar sem er 9 holu æfingavöllur og hentar byrjendum í golfi vel. Jafnframt rekur klúbburinn golfæfingasvæðið Bása í Grafarholti og inniaðstöðu fyrir golfæfingar og félagsstarf í klúbbhúsi á Korpúlfsstöðum.

Yfirþjálfari
Golfklúbbur Reykjavíkur óskar eftir að ráða yfirþjálfara. Við leitum að árangursdrifnum og skipulögðum einstaklingi með framúrskarandi hæfni í samskiptum og ástríðu fyrir golfíþróttinni.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Yfirumsjón með íþrótta- og afreksmálum
- Skipulag og framkvæmd þjálfunar barna, ungmenna og afrekskylfinga
- Stefnumörkun og uppbygging kennslu, þjálfunar og fleiri þátta með það að markmiði að efla barna-, ungmenna- og afreksstarf
- Eftirfylgni við afreksstefnu klúbbsins
- Stjórna teymisvinnu þjálfara, þar með talið menntun og fræðslu
Menntunar- og hæfniskröfur
- PGA-golfkennarapróf eða sambærilegt
- Þekking og skilningur á starfsemi og tilgangi íþróttastarfs félagsins
- Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi hæfni í samskiptum
- Drifkraftur og hæfni til að leiða verkefni og hópa
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
Golfklúbbur Reykjavíkur býður
- Fjölbreytta og glæsilega aðstöðu í Grafarholti og á Korpúlfsstöðum með golfvöllum, æfingasvæðum og inniaðstöðu yfir vetrarmánuðina
- Sérstaka æfingaaðstöðu í Básum, einum fullkomnasta golfæfingasvæði landsins.
- Tækifæri til að vinna með kylfingum á öllum getustigum, allt frá börnum sem stíga sín fyrstu skref í íþróttinni til afrekskylfinga á landsliðs- og alþjóðavettvangi
- Svigrúm til að móta stefnu, efla faglegt starf og hafa raunveruleg áhrif á framtíð golfíþróttarinnar á Íslandi
- Öflugan félagsskap og starfsumhverfi þar sem lögð er áhersla á fagmennsku, samvinnu og framþróun
Auglýsing birt29. september 2025
Umsóknarfrestur14. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Valkvætt
Staðsetning
Korpúlfsstaðir
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar