Ljósleiðarinn
Ljósleiðarinn byggir upp og rekur ljósleiðaranet fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir. Með þéttu neti ljósleiðaraþráða tryggir Ljósleiðarinn landsmönnum hraðan, öruggan og hnökralausan aðgang að tækifærum framtíðarinnar. Ljósleiðarinn leggur áherslu á skjóta og örugga þjónustu. Í einni heimsókn eru þráðlaus tæki heimilisins tengd við ljósleiðara þar sem möguleikarnir eru endalausir. Ljósleiðarinn tryggir að tækifærin sem felast í tækniframförum framtíðarinnar rati til allra. Með tengingu við Ljósleiðarann færðu hnökralaust samband við framtíðina. Þannig gerum við allt mögulegt mögulegt.
Vörustjóri
Við leitum að hugmyndaríkum og lausnamiðuðum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á að skapa fjarskiptalausnir sem skila hámarksvirði og framúrskarandi upplifun fyrir viðskiptavini. Ef þú hefur reynslu af vöruþróun, færni í að vinna þvert á teymi og skilning á gögnum, gæti þetta verið tækifærið fyrir þig!
Þetta starf fellur undir teymið Viðskiptaþróun sem er hluti af Sölu og þjónustusviði
Helstu verkefni og ábyrgð
- Móta stefnu og framtíðarsýn fyrir fjarskiptalausnir Ljósleiðarans.
- Stýra þróun og rekstri lausna með þarfir viðskiptavina að leiðarljósi.
- Skipuleggja vinnustofur og samræma ólíka hagsmunaaðila.
- Móta markaðsskilaboð og herferðir sem styðja við stefnu varanna.
- Greina markaði, neytendahegðun og þarfir viðskiptavina.
- Fylgjast með frammistöðu vöruframboðs og koma með tillögur til umbóta.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af vöruþróun og stjórnun.
- Þekking á fjarskiptamarkaði er kostur.
- Hæfni til að greina gögn og nýta þau í ákvörðunartöku.
- Sterk samskiptafærni og geta til að vinna í þverfaglegu umhverfi.
- Reynsla af mótun markaðsskilaboða og herferða.
- Skipulagshæfni, frumkvæði og árangursdrifin nálgun.
- Skapandi hugsun og geta til að hugsa út fyrir kassann.
- Brennandi áhugi á að skapa framúrskarandi vörur.
- Menntun sem nýtist í starfi.
Auglýsing birt20. desember 2024
Umsóknarfrestur14. janúar 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Bæjarháls 1, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)