Ljósleiðarinn
Ljósleiðarinn
Ljósleiðarinn

Vörustjóri

Við leitum að hugmyndaríkum og lausnamiðuðum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á að skapa fjarskiptalausnir sem skila hámarksvirði og framúrskarandi upplifun fyrir viðskiptavini. Ef þú hefur reynslu af vöruþróun, færni í að vinna þvert á teymi og skilning á gögnum, gæti þetta verið tækifærið fyrir þig!

Þetta starf fellur undir teymið Viðskiptaþróun sem er hluti af Sölu og þjónustusviði

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Móta stefnu og framtíðarsýn fyrir fjarskiptalausnir Ljósleiðarans.
  • Stýra þróun og rekstri lausna með þarfir viðskiptavina að leiðarljósi.
  • Skipuleggja vinnustofur og samræma ólíka hagsmunaaðila.
  • Móta markaðsskilaboð og herferðir sem styðja við stefnu varanna.
  • Greina markaði, neytendahegðun og þarfir viðskiptavina.
  • Fylgjast með frammistöðu vöruframboðs og koma með tillögur til umbóta.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af vöruþróun og stjórnun.
  • Þekking á fjarskiptamarkaði er kostur.
  • Hæfni til að greina gögn og nýta þau í ákvörðunartöku.
  • Sterk samskiptafærni og geta til að vinna í þverfaglegu umhverfi.
  • Reynsla af mótun markaðsskilaboða og herferða.
  • Skipulagshæfni, frumkvæði og árangursdrifin nálgun.
  • Skapandi hugsun og geta til að hugsa út fyrir kassann.
  • Brennandi áhugi á að skapa framúrskarandi vörur.
  • Menntun sem nýtist í starfi.
Auglýsing birt20. desember 2024
Umsóknarfrestur14. janúar 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Bæjarháls 1, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar