Ljósleiðarinn
Ljósleiðarinn
Ljósleiðarinn

Við leitum að skiplögðum einstaklingi í eftirlit

Við leitum að skiplögðum og sjálfstæðum einstaklingi í eftirlit hjá Ljósleiðaranum.

Um fjölbreytt starf er að ræða en í starfinu felst meðal annars eftirlit og ábyrgð á hagkvæmri uppbyggingu gagnaflutningskerfis og afhendingu þjónustu til viðskiptavina ásamt því að tryggja góðan rekstur gagnaflutningskerfis Ljósleiðarans.

Helstu verkefni

  • Samskipti við verktaka, hönnuði og aðra hagaðila.
  • Verkframvindueftirlit, verkfundir
  • Öryggiseftirlit.
  • Úttektir og Innmælingar á nýjum lögnum.
  • Ráðgefandi í tengslum við verklegar framkvæmdir og verndun lagna.

Fyrst og fremst leitum við að lausnamiðaðri manneskju með sterka sýn í öryggismálum. Góð samskiptahæfni og frumkvæði eru lykilforsenda árangurs því við leggjum áherslu á að vera í góðu samtali við allt starfsfólk, verktaka og aðra hagaðila um að koma auga á, meta og stjórna áhættum í starfsumhverfinu okkar. Góð þekking og reynsla af jarðvinnu og/eða veituverkefnum er æskileg

Þetta starf fellur undir teymið Verkefnastýring og eftirlit sem er hluti af Innviðasviði Ljósleiðarans.

Auglýsing birt2. janúar 2025
Umsóknarfrestur14. janúar 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Bæjarháls 1, 110 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar