
Viltu vinna í íþróttahúsi ?
Íþróttafélag Reykjavíkur óskar eftir starfsmanni við íþóttamannvirki ÍR í Skógarseli og öðrum starfsstöðum ÍR.
Helstu verkefni eru: almenn þrif, móttaka og upplýsingagjöf til iðkenda og gesta, gæsla, eftirlit með húsnæði og búnaði ásamt öðru sem til fellur í íþróttahúsunum. Einnig geta fallið til verkefni á útisvæði tengd umhirðu á lóð og íþróttavöllum.
Starfsmaður þarf að geta unnið sjálfstætt, sýnt frumkvæði, hafa ríka þjónustulund og eiga auðvelt með að vinna með börnum og unglingum.
Gerð er krafa um hreint sakavottorð.
Starfsmaður íþróttamannvirkja hefur það að markmiði að gestir finni fyrir öryggi og ánægju með þjónustu og upplifi íþróttamannvirkin sem griðastað.
Flestir vinna á tvískiptum vöktum, viku í senn frá 08:00-16:00 og 15:00-23:00 ásamt einni helgi í mánuði. Einnig kemur til greina eingöngu dag- eða helgarvinna og jafnframt má skoða hlutastarf í kvöldvinnu.
Upplýsingar um starfið veitir Erlendur Ísfeld, [email protected]
Þrif á húsnæði, upplýsingagjöf til gesta og iðkenda, eftirlit með húsnæði, fylgja eftir umgengnisreglum og önnur verkefni í samráði við yfirmann.
Grunnskólamenntun.
Til að sinna þessu starfi þarftu að vera stundvís og með mjög ríka þjónustulund. Einnig leggjum við mikið upp úr heiðarleika, opnum samskiptum og samviskusemi.













