
Hér&Nú
Hér&Nú er ein af elstu og virtustu auglýsinga- og markaðsráðgjafastofum landsins. Allt frá 1990 hefur stofan haft frumkvæði í hönnun, strategískri hugsun og árangursmiðuðum auglýsingum.
Hér&Nú er hönnunardrifin auglýsingastofa. Í markaðssamskiptum opnar skapandi hönnun nýjar leiðir. Í krafti hennar mótum við frumkvæðisdrifin samskipti við viðskiptavini og vinnum þannig sameiginlega úr reynsluheimi okkar.
Samvinna sem á að vara til langs tíma hefst með greiningu og markvissri markmiðasetningu. Herferðir eru ágætar en þær eru orrustur. Stríðið um neytendur er þúsund ára stríð. 360° aðferðarfræði okkar er hægt að útskýra í löngu máli eða benda á metfjölda árangursverðlauna sem staðfestingu á því hvernig aðferðarfræðin virkar.
En við erum ekki bara auglýsingastofa. Við veitum þjónustu á borð við:
- Auglýsingar
- Almannatengsl
- Birtingar
- Nýmiðlun

Viðskiptatengill
Hér&Nú leitar að viðskiptatengli með framúrskarandi samskipta- og leiðtogahæfni.
Starfið felur í sér samskipti við viðskiptavini og samstarfsfólk, ráðgjöf og áætlanagerð en viðkomandi þarf að búa að miklum skipulagshæfileikum og aðlögunarhæfni.
Viðskiptatengill starfar sem tenging milli viðskiptavina og stofunnar auk þess að tryggja að fjárhagsáætlunum sé fylgt. Viðkomandi tekur þátt í að sinna viðskiptavinum okkar jafnt sem mögulegum viðbótum í þann hóp.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vera brú á milli viðskiptavina og starfsfólks stofunnar.
- Stýring og þróun viðskiptasambanda.
- Gerð markaðs- og auglýsingaáætlana.
- Vinna með birtinga-, hugmynda- og hönnurteymi að þróun árangursríkra markaðsaðgerða og auglýsingaherferða.
- Eftirfylgni verkefna.
- Samskipti við viðskiptavini.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Gráða í viðskipta, markaðs- eða markaðssamskiptafræðum æskileg.
- Fimm ára reynsla af auglýsinga-, viðskipta-, eða markaðsstarfsemi.
- Miklir samskiptahæfileikar.
- Lausnamiðað hugarfar.
- Ástríða fyrir auglýsingum og markaðsmálum.
Auglýsing birt7. október 2025
Umsóknarfrestur23. október 2025
Laun (á mánuði)700.000 - 900.000 kr.
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Bankastræti 9, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar