FranklinCovey Arctic
FranklinCovey Arctic
FranklinCovey Arctic

Viðskiptastjóri / Ráðgjafi (e. Client Partner / Consultant)

FranklinCovey auglýsir stöðu viðskiptastjóra | stjórnendaráðgjafa (e. Client Partner / Consultant). Við leitum að öflugum einstaklingi til að ganga til liðs við teymi FranklinCovey á norðurslóðum og leggja grunninn að menningu árangurs.

Viðskiptastjóri FranklinCovey starfar með verðandi og vaxandi viðskiptavinum til að efla frammistöðu þeirra með þarfagreiningu, þjálfun og vöktun árangurs. Við leitum að metnaðarfullri fagmanneskju, sem sér tækifæri í góðu fólki, vönduðu námsefni og öflugum stafrænum lausnum fyrir atvinnulífið.

Vertu hluti af alþjóðlegu teymi sem er knúið áfram af hugarfari grósku, gleði og áhuga á leiðtogaþjálfun á öllum stigum íslensks atvinnulífs, og vertu tilbúin/n að leggja þitt að mörkum í skemmtilegu og fjölbreyttu samstarfi.

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfið felur í sér ráðgjöf, þjálfun, öflun og stjórnun viðskiptatengsla og stuðningi við viðskiptavini á grunni stafrænnar þekkingarveitu okkar, þar sem við bjóðum upp á sérsniðna þjálfun fyrir vinnustaði með yfir 300 námskeiðum á íslensku og 20 öðrum tungumálum, sem vottuð eru til alþjóðlegra endurmenntunareininga. Verkefni viðskiptastjóra kalla á öflug samskipti við viðskiptavini, þar sem fer fram þarfagreining á markmiðum, farið yfir áskoranir og ráðgjöf um hvernig okkar nálgun getur þjónað vaxandi árangri starfsmanna, vinnustaðarins og samfélagsins.  Nánari lýsing á Vettvangi Impact Platform hér.

Menntunar- og hæfniskröfur

Grunnkröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Mjög góð færni í íslensku og ensku.
  • Áhuga á og reynslu í þjálfun og þróun vinnustaða og þekking til hugtaka úr rekstri, stjórnun, framleiðni og grunnfærniþáttum atvinnulífsins.
  • Góð aðlögunar- og skipulagshæfni.
  • Góð tölvu- og greiningarhæfni.
  • Framúrskarandi samskiptahæfni.

Nauðsynleg færni:

•        Þekking / áhugi á færniþáttum / þjálfun / atvinnulífinu. 

•        Reynsla af viðskiptastjórnun, ráðgjöf og sölu til vinnustaða æskileg

•        Frumkvæði, greiningarfærni og lausnamiðuð nálgun

•        Sveigjanleiki og aðlögunarhæfni

•        Fagmennska, metnaður og öguð vinnubrögð

•        Metnaður og vilji til að læra nýja hluti

•        Skipulagshæfni og góð yfirsýn yfir verkefni og ábyrgð

•        Framúrskarandi samskiptahæfileikar og þjónustulund

 

Mikilvægur kostur er að þekkja til lausna og nálgunar FranklinCovey og hafa góð tengsl í íslensku atvinnulífi.

Auglýsing stofnuð26. júní 2024
Umsóknarfrestur7. júlí 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaFramúrskarandi
Staðsetning
Laugavegur 178, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.BreytingastjórnunPathCreated with Sketch.Framkoma/FyrirlestarPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Samningagerð
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar