
Icepharma
Icepharma er í fararbroddi á íslenskum lyfja-, heilbrigðis- og neytendamarkaði. Kjarninn í starfsemi okkar er að auka lífsgæði með öflugu framboði af heilsueflandi vörum. Hjá fyrirtækinu starfa um 85 manns við sölu og markaðssetningu, sérfræðiráðgjöf og þjónustu.
Icepharma er heilsumiðaður vinnustaður sem stuðlar að góðri líkamlegri, félagslegri og andlegri heilsu starfsmanna.
Við leggjum áherslu á metnað, frumkvæði, gleði og svigrúm starfsfólks til að vaxa og þróast í starfi.
Icepharma er hluti af fyrirtækjasamstæðunni Ósar - lífæð heilbrigðis hf. þar sem samtals starfa um 200 manns. www.osar.is

Viðskiptastjóri
Við leitum að söludrifnum og metnaðarfullum liðsmanni í spennandi sölu- og markaðsstarf hjá Heilbrigðislausnum Icepharma
Helstu verkefni og ábyrgð
- Markaðssetning og sala á lækningatækjum með kynningum, fræðslu og eftirfylgni
- Myndun viðskiptatengsla og heimsóknir til viðskiptavina og birgja
- Þjónusta og ráðgjöf við viðskiptavini
- Þátttaka í verðfyrirspurnum og útboðum
- Fundir og ráðstefnur innanlands og erlendis
- Þátttaka í viðskiptaþróun og greiningu vaxtartækifæra
- Aðkoma að áætlanagerð og fylgja eftir áætlunum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun á sviði heilbrigðisvísinda, t.d. hjúkrunarfræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af sölu- og markaðsstarfi á heilbrigðisvörum er mikill kostur
- Mikill drifkraftur og frumkvæði
- Jákvæðni og framúrskarandi færni í tengslamyndun og mannlegum samskiptum
- Fagleg og sjálfstæð vinnubrögð
- Gott vald á íslensku og ensku
Fríðindi í starfi
- Hádegismatur á heimsmælikvarða
- Sérkjör á heilsuvörum, vítamínum og íþróttafatnaði
- Reglulegir heilsufyrirlestrar á vinnutíma
- Fjölbreytt úrval af vítamínum og steinefnum á vinnustaðnum
- Líkamsræktarstyrkir
- Styrkir úr heilsusjóði Ósa sem hvetur til heilsueflingar starfsmannahópa
Auglýsing birt9. október 2025
Umsóknarfrestur19. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Lyngháls 13/Krókh 14 13R, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
DrifkrafturFagmennskaFrumkvæðiJákvæðniMannleg samskiptiMarkaðsmálSjálfstæð vinnubrögðSölumennska
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Aðstoðarmaður tannlæknis
Bæjarbros

Höfði - Hjúkrunarfræðingar
Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili

Viðskiptastjóri
Vistor

Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Efstaleiti
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Hamraborg
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Hjúkrunarfræðingur Heilsugæslan Mjódd
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Hjúkrunarfræðingur á dagdeild skurðlækninga í Fossvogi
Landspítali

Aðstoðardeildarstjóri - Dauðhreinsun
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur á bráðaöldrunarlækningadeild Fossvogi
Landspítali

Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á bráðaöldrunarlækningadeild Fossvogi
Landspítali

Transteymi, teymisstjóri - Hjúkrunarfræðingur
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur í heimaöndunarvélateymi
Landspítali