
Icepharma
Icepharma er í fararbroddi á íslenskum lyfja-, heilbrigðis- og neytendamarkaði. Kjarninn í starfsemi okkar er að auka lífsgæði með öflugu framboði af heilsueflandi vörum. Hjá fyrirtækinu starfa um 85 manns við sölu og markaðssetningu, sérfræðiráðgjöf og þjónustu.
Icepharma er heilsumiðaður vinnustaður sem stuðlar að góðri líkamlegri, félagslegri og andlegri heilsu starfsmanna.
Við leggjum áherslu á metnað, frumkvæði, gleði og svigrúm starfsfólks til að vaxa og þróast í starfi.
Icepharma er hluti af fyrirtækjasamstæðunni Ósar - lífæð heilbrigðis hf. þar sem samtals starfa um 200 manns. www.osar.is

Viðskiptastjóri
Við leitum að metnaðarfullum næringarfræðingi í spennandi starf á Heilbrigðissviði Icepharma
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sala og umsjón með næringarvörum frá Nutricia
- Fræðsla ásamt faglegri ráðgjöf fyrir heilbrigðisstarfsfólk og skjólstæðinga
- Myndun viðskiptatengsla og heimsóknir til viðskiptavina
- Samskipti við erlenda birgja
- Fundir og ráðstefnur innanlands og erlendis
- Þátttaka í viðskiptaþróun og greining vaxtartækifæra
- Aðkoma að áætlanagerð og fylgja eftir áætlunum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun í næringarfræði
- Reynsla af sölustarfi með heilbrigðis- og lækningavörur er mikill kostur
- Mikill drifkraftur og frumkvæði
- Jákvæðni og framúrskarandi færni í tengslamyndun og mannlegum samskiptum
- Fagleg og sjálfstæð vinnubrögð
- Gott vald á íslensku og ensku
Fríðindi í starfi
- Hollur matur í hádeginu
- Reglulegir heilsufyrirlestrar á vinnutíma
- Sérkjör á heilsuvörum, vítamínum og íþróttafatnaði
- Líkamsræktarstyrkir
- Styrkir úr heilsusjóði Ósa sem hvetur til heilsueflingar starfsmannahópa
Auglýsing birt27. mars 2025
Umsóknarfrestur8. apríl 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Lyngháls 13/Krókh 14 13R, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (2)