Oche Reykjavik
Oche Reykjavik
Oche Reykjavik

Við leitum að hressum einstaklingum í móttökuna hjá okkur !

Ert þú ábyrgur & glaðlyndur starfskraftur með reynslu af móttökustörfum?

Oche er nýr skemmti- og veitingastaður þar sem boðið verður upp á pílu, shuffle, karaoke, mat og kokteila, og við erum að leita að opnum og hörkuduglegum einstaklingum til að ganga til liðs við okkur.

Helstu verkefni og ábyrgð

Móttakan hjá okkur sér um að aðstoða fólk við bókanir, svara tölvupóstum og símtölum, kynna fyrirtækið og leikina fyrir gestum og margt fleira. 

Starfsfólk móttökunnar eru fulltrúar Oche vörumerkisins og þurfa að gefa af sér mikla gleði og jákvæðni sem síðan smitast út til gestanna okkar!

Menntunar- og hæfniskröfur

Reynsla af móttökustarfi eða öðru svipuðu.

Góð tölvu- og tæknikunnátta sem nýtist í bókunarferla, samfélagsmiðla og rafræn samskipti.

Nákvæm og góð vinnubrögð og færni til að vinna vel undir pressu.

Framúrskarandi samskiptahæfileikar og geta til að veita einstaklega góða þjónustu.

Stundvísi er algjört skilyrði og hressleiki 100%.

Fríðindi í starfi

Samkeppnishæf laun.

Vinna í hjarta borgarinnar með frábæru teymi.

Auglýsing birt16. september 2024
Umsóknarfrestur30. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMeðalhæfni
Staðsetning
Kringlan 4-12, 103 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar