Öryggismiðstöðin
Öryggismiðstöðin
Öryggismiðstöðin

Vertu hluti af öryggisteymi okkar á Keflavíkurflugvelli 40-60% starf

Öryggismiðstöðin er framsækið þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í fjölbreyttum lausnum og þjónustu á sviði öryggis og velferðartækni fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Hjá fyrirtækinu starfar ört stækkandi hópur sérfræðinga með mikinn áhuga, víðtæka þekkingu og reynslu í þjónustu við viðskiptavini.

Við leggjum mikla áherslu á gæði og persónulega þjónustu sem byggir á gildum fyrirtækisins: forysta umhyggja og traust.

Hefur þú brennandi áhuga á öryggi?

Öryggismiðstöðin leitar að jákvæðum og öflugum einstaklingum sem hafa áhuga á öryggi og velferð annarra, eru jákvæðir og geta tekið skjótar og réttmætar ákvarðanir.

Í boði er 40-60% starfshlutfall hjá Aviör sem hefur starfsstöðvar á Keflavíkurflugvelli.

Aviör starfsmenn gegna lykilhlutverki í að tryggja að farþegar og flugvélar fari örugglega og á réttum tíma.

Starfið fellur undir deildina Mannaðar lausnir, sem veitir fjölbreytta öryggisgæslu, þar á meðal útkallsþjónustu, flutning verðmæta og almenna öryggisþjónustu fyrir viðskiptavini Öryggismiðstöðvarinnar.

Um er að ræða starf í traustu, samheldnu og metnaðarfullu starfsumhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Aðgangsstýring að flugvélum og öryggissvæðum
  • Umsjón með skimunarbúnaði og tækni til að finna hættulega hluti í farangri, farmi og/eða á farþegum
  • Fylgja stefnu fyrirtækisins og lögbundnum kröfum
  • Ábyrgð á vöktun og öryggisverkefnum samkvæmt verklagsreglum fyrirtækisins
  • Halda jákvæðu, faglegu og kurteisu viðmóti gagnvart farþegum ávallt
  • Almenn öryggisþjónusta og tengd verkefni fyrir fyrirtæki
Menntunar- og hæfniskröfur
  • 20 ára aldurstakmark
  • Hreint sakavottorð
  • Góð enskukunnátta í tali og riti
  • Reynsla í þjónustu og jákvæðni í störfum
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og færni í teymisvinnu
  • Geta til að starfa undir álagi
  • Geta til að aðstoða viðskiptavini við öryggistengd verkefni
  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
  • Bílpróf
  • Almenn tölvukunnátta er kostur
Auglýsing birt7. október 2025
Umsóknarfrestur17. október 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Askalind 1, 201 Kópavogur
Keflavíkurflugvöllur, 235 Reykjanesbær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar