Háskóli Íslands
Háskóli Íslands
Háskóli Íslands

Verkefnisstjóri á skjalasafni HÍ

Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra í teymi skjalasafns Háskóla Íslands. Hlutverk safnsins er stjórnun, söfnun og varðveisla skjala skólans auk annarra upplýsinga til notkunar fyrir Háskólann, stjórnvöld, stofnanir og einstaklinga.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ráðgjöf, fræðsla og stuðningur til stjórnenda og starfsfólks varðandi upplýsinga- og skalastjórnun.
  • Þátttaka í innleiðingu skjalakerfis og umsýslu þess. 
  • Þátttaka í mótun ferla og verklags vegna upplýsinga- og skjalastjórnunar.
  • Frágangur og skil á pappírsskjölum og rafrænum gögnum til Þjóðskjalasafns.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf í upplýsingafræði, skjalfræði eða á sambærilegu sviði
  • Reynsla af skjalastjórnun
  • Góð samskiptafærni, sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
  • Gott vald á upplýsingatækni, s.s. Microsoft 365 umhverfi 
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
Auglýsing birt7. mars 2025
Umsóknarfrestur17. mars 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Sæmundargata 2, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar