
Háskólinn í Reykjavík
Hlutverk Háskólans í Reykjavík er að skapa og miðla þekkingu til að auka samkeppnishæfni og lífsgæði fyrir einstaklinga og samfélag með siðgæði, sjálfbærni og ábyrgð að leiðarljósi.
Stefna Háskólans í Reykjavík er að vera öflugur kennslu- og rannsóknaháskóli með áherslu á tækni og samfélag.
Kjarnastarfsemi Háskólans í Reykjavík er kennsla og rannsóknir í sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag, þar sem áhersla er lögð á þverfagleika, alþjóðleg viðmið, nýsköpun og faglega þjónustu. Starfsemin mótast af persónulegum tengslum og virðingu fyrir samfélagi og umhverfi.

Verkefnastjóri prófakerfa
Háskólinn í Reykjavík óskar eftir að ráða öflugan og metnaðarfullan einstakling í starf verkefnastjóra prófakerfa. Í boði er spennandi starf í framsæknu og lifandi háskólaumhverfi.Helstu verkefni deildarinnar eru: Nemendaskrá, stundatöflugerð, próftöflugerð og framkvæmd lokanámsmats. Þá hefur deildin einnig umsjón með brautskráningarskírteinum nemenda.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón og þróun prófa- og kennslukerfa HR
- Ábyrgð á leiðbeiningum og þjálfun kennara og nemenda í prófakerfum skólans
- Þjónusta, ráðgjöf og stuðningur við kennara og nemendur í prófakerfum skólans þ.e. aðstoð við uppsetningu, framkvæmd og frágang lokanámsmats
- Samskipti við deildir, önnur stoðsvið og kennara vegna lokanámsmats
- Aðstoð og stuðningur við kennara og deildir við frágang námskeiða og birtingu einkunna samkvæmt reglum skólans
- Samskipti og samvinna með prófgæslu og framkvæmd prófa
- Þátttaka í verkefnum sem snúa að kennslu- og prófakerfum skólans
- Önnur tilfallandi störf innan deildarinnar
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf sem nýtist í starfi
- Þekking og reynsla af háskólastarfi er kostur
- Gott vald á upplýsingatækni og hæfni til að tileinka sér nýjungar
- Frumkvæði í starfi ásamt mjög góðri skipulagshæfni og faglegum vinnubrögðum
- Teymishugsun, lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
- Mjög góð samskiptahæfni, þjónustulund og lausnamiðuð nálgun
- Gott vald á íslensku og ensku, bæði í töluðu og rituðu máli
Auglýsing birt2. janúar 2026
Umsóknarfrestur11. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Menntavegur 1, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (5)

Verkefnastjóri innkaupa og rekstrar
Akraneskaupstaður

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar óskar eftir öflugum verkefnastjóra fræðslumála
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

VERKEFNASTJÓRI
FOSS - Stéttarfélag

Verkefnastjóri markaðs- og kynningarmála Borgarsögusafns
Reykjavík - Menningar- og íþróttasvið

Verkefna- og hönnunarstjórn
Íslenskar fasteignir ehf.