
atNorth
atNorth hefur frá 2009 verið brautryðjandi í hönnun, uppbyggingu og rekstri hátæknigagnavera á Íslandi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Meðal viðskiptavina atNorth eru alþjóðleg fyrirtæki og stofnanir sem starfa í fjölmörgum greinum, svo sem við rannsóknir, í heilbrigðisgeiranum, í fjármálaiðnaði og veðurfræði, sem nýta þjónustu atNorth til þess að vinna gögn með hámarks afköstum á hagkvæman og umhverfisvænan hátt.
Með staðsetningu gagnavera atNorth á Norðurlöndunum getur fyrirtækið nýtt umhverfisaðstæður svo sem loftslag og nýtingu hita sem myndast í gagnaverunum til að ná fram betri orkunýtingu en þekkist annars staðar við rekstur gagnavera, ásamt því að knýja gagnaverin með endurnýjanlegri orku. Hringrásarhagkerfið sem byggir á grunni endurnýjanlegrar orku og hagkvæmrar orkunýtingar er haft að leiðarljósi við hönnun gagnavera atNorth.
Höfuðstöðvar atNorth eru í Reykjavík, en fyrirtækið rekur sjö gagnaver á Norðurlöndum. Á árinu 2024 verða tvö ný gagnver tekin í notkun í Finnlandi og Danmörku. Frekari upplýsingar um atNorth er að finna á heimasíðu fyrirtækisins atnorth.com og eins má fylgja atNorth á Linkedin og Facebook.
VERKEFNASTJÓRI Á FRAMKVÆMDASVIÐI
atNorth stækkar á Akureyri og leitar að reyndum verkefnastjóra á sviði verklegra framkvæmda með aðaláherslu á uppbyggingu innviða í gagnaver til að ganga til liðs við teymið sitt.
Þetta starf er ráðning til framtíðar og fullt stöðugildi. Starfið hentar öllum kynjum.
Þú munt gegna mikilvægu hlutverki í uppbyggingu á gagnaverum atNorth. Þú munt vera í teymi sem hefur umsjón með verkefnum frá upphafi byggingarstigs til verkloka. Þetta starf býður upp á tækifæri til að vinna í hraðskreiðu umhverfi þar sem sjálfstæði og ábyrgð eru lykilatriði.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Viðhalda og uppfæra tímaáætlanir og tryggja að öll verkefni séu á áætlun
- Vinna með og leysa útfærslur í samráði við hönnuði.
- Skila verkefnum innan samþykktra fjárhagsáætlana og kostnaðaráætlana
- tryggja að öll byggingarverkefni uppfylli gæðastaðla atNorth, m.a. ISO9001, ISO27001 og ISO45001
- Tryggja að öll byggingarverkefni uppfylli heilbrigðis- og öryggisstaðla atNorth
- Samskipti við verktaka
- Aðstoða verkefnastjóra við skýrslugerð og kostnaðar eftirlit.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af stórum tæknilegum verkefnum
- Tæknilegur bakgrunnur (rafmagns og/eða kælitækni) iðn-/ tækni- eða verkfræði.
- Þekking á gæðastöðlum er kostur
- Mikil færni í ensku við lestur og skrif
- Vinna vel í teymi og að geta glaðst með vinnufélögum
- Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði
- Umbótahugarfar, öryggisvitund og þjónustulund
- Hreint sakavottorð
Fríðindi í starfi
- Við tryggjum að þú fáir þjálfun, símenntun og aðgang að þekkingu varðandi rekstur gagnavera til að geta sinnt starfinu
- Heilsumiðað hugarfar með markmið um jafnvægi starfs og einkalífs
- Íþróttastyrkur til rækta líkama og sál
- Skemmtinefnd sem þéttir hópinn
- Veitingaþjónusta send á vinnustaðinn
- Fjarskiptapakki og símastyrkur
- Alþjóðlegur vinnustaður með fjölmenningu
- Tækifæri til þess að ferðast og kynnast öðrum gagnaverum okkar á Norðurlöndnum
Auglýsing birt16. júní 2025
Umsóknarfrestur25. júní 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Rangárvellir 150122, 603 Akureyri
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (5)
Sambærileg störf (12)

Langar þig að starfa við framkvæmdareftirlit?
EFLA hf

Deildarstjóri þjónustu- og framkvæmdadeildar
Sveitarfélagið Hornafjörður

Drífandi einstaklingur á rafmagnssviði
Verkfræðistofan Vista ehf

Verkefnastjóri framleiðslu í jarðvinnu
Ístak hf

Söluráðgjafi rafbúnaðar hjá Johan Rönning
Johan Rönning

Multivac Tæknimaður
Multivac ehf

Ísorka óskar eftir rafvirkjum til starfa
Ísorka

Almennur starfsmaður óskast í Fiskimjölsverksmiðju Brims á Vopnafirði
Brim hf.

Verkfræðingur óskast á mannvirkjasvið
Norconsult ehf.

Ertu vélfræðingur og/eða með reynslu af skiparafmagni?
Tækniskólinn

Orkubú Vestfjarða - Rafvirki
Orkubú Vestfjarða ohf

Verkefnastjóri
Framvegis