Akureyri
Akureyrarbær er stór vinnustaður með rúmlega 2.000 starfsmenn. Á hverju vori fjölgar starfsfólki um nálægt 1.200 manns vegna sumarafleysinga og vinnuskólans.
Starfsfólk Akureyrarbæjar sinnir margvíslegum verkefnum sem tryggja velferð og ánægju íbúa Akureyrar, hvort sem um er að ræða störf við leik- eða grunnskóla, íbúakjarna, rekstur mannvirkja, stjórnsýslu eða annað.
Verkefnastjórar í einstaklingsstuðningi (félagsleg liðveisla
Vilt þú vinna með okkur gegn félagslegri einangrun og einmannaleika?
Fræðslu- og lýðheilsusvið óskar eftir tveimur verkefnastjórum í einstaklingsstuðningi (áður félagsleg liðveisla). Um er að ræða annars vegar ótímabundið starf og hins vegar afleysingu í fæðingarorlofi til 8. október 2025. Starfshlutfall 80% og unnið er í dagvinnu.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 20. febrúar 2025.
Einstaklingsstuðningur er innan málaflokks tómstundamála ásamt félagsmiðstöðvunum fólksins, Birtu og Sölku. Markmið þjónustunnar er að veita einstaklingsbundna þjónustu og efla viðkomandi einstaklinga til sjálfshjálpar og sjálfræðis og að geta notið menningar og félagslífs eftir þörfum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Skipuleggur einstaklingsstuðning við notendur og fylgist með því að hann þjóni tilgangi sínum.
- Metur þörf umsækjenda fyrir umbeðna þjónustu, gerir þjónustusamninga við notendur og fylgir þeim eftir eins og þörf er á.
- Sér um úrvinnslu umsókna og fer með viðeigandi mál fyrir matsteymi.
- Skipuleggur paranir notenda og starfsfólks.
- Fer með umsjón með þeim þróunarverkefnum sem eru í gangi hverju sinni.
- Annast ráðningu starfsfólks í tímavinnu í einstaklingstuðningi í umboði forstöðumanns og tryggir að starfsfólk fái nauðsynlegar upplýsingar og fræðslu um starfið. Sér um frágang við starfslok starfsfólks.
- Sér um tímaskráningar og bunkun til launa.
- Vinnur að skjalamálum í tengslum við starf og verkefni.
- Sinnir ráðgjöf og stuðningi við starfsmenn í einstaklingsstuðningi. Útvegar aðra ráðgjöf ef þörf krefur.
- Hefur regluleg samskipti við aðstandendur notenda og veitir þeim ráðgjöf og stuðning.
- Hefur umsjón með og sinnir verkstjórn sumarnámskeiða barna (Ofurhetjur og Kappar). Samskipti við forráðamenn, skipulag á dagskrá, umsjón yfir samfélagsmiðlum, upplýsingaflæði til starfsmanna og heldur starfsmannafundi.
- Vinnur með ágreinings- og umkvörtunarefni ef upp koma og leiðbeinir hlutaðeigandi aðilum í slíkum tilvikum.
- Tekur þátt í þróun starfsins í samvinnu við forstöðumann og aðra samstarfsfélaga.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Þroskaþjálfi eða önnur sambærileg háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Starfið krefst þekkingar á málefnum stærstu notendahópa þjónustunnar, þ.e. fatlaðra og þeirri þjónustu sem þeim á að standa til boða.
- Þekking á lögum og reglugerðum sem varða þjónustu deildarinnar.
- Krafist er a.m.k. 2-3 ára reynslu af starfi með fötluðum eða einstaklingum sem glíma við sértækan eða fjölþættan vanda.
- Ökuréttindi.
- Skilyrði eru stundvísi, sveigjanleiki, samviskusemi og jákvætt viðhorf til fólks.
- Lipurð og jákvæðni í samskiptum, vandvirkni, samviskusemi og þagmælska.
- Sveigjanleiki vegna mismunandi þarfa þeirra einstaklinga sem verið er að þjónusta.
- Frumkvæði, samvinnuhæfni og sjálfstæði í starfi.
- Hæfni til nýsköpunar, verkefnastjórnunar og innleiðingu nýrra hugmynda og vinnubragða.
- Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
Auglýsing birt17. desember 2024
Umsóknarfrestur31. desember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Glerárgata 26, 600 Akureyri
Geislagata 9, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiMannleg samskiptiSkipulagSveigjanleikiTeymisvinnaÞroskaþjálfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)