
Reykjanesbær
Reykjanesbær er fjölskylduvænn bær sem þroskar og nærir hæfileika allra í gegnum öflugt skóla-, íþrótta-, og menningarstarf. Íbúar sinna fjölbreyttum störfum í vistvænu fjölmenningarsamfélagi sem einkennist af framsækni, eldmóði og virðingu.
Reykjanesbær hefur að markmiði að hafa ávallt á að skipa hæfum og
ánægðum starfsmönnum sem geta sýnt frumkvæði í störfum sínum og veitt bæjarbúum framúrskarandi þjónustu. Það er sameiginlegt verkefni starfsmanna og stjórnenda sveitarfélagsins að veita bæjarbúum sem allra besta þjónustu og sú samvinna byggir á gagnkvæmu trausti og virðingu fyrir ólíkum
sjónarmiðum.

Velferðarsvið - Félagsráðgjafi í Virkni- og ráðgjafarteymi
Reykjanesbær leitar að öflugum og framsæknum félagsráðgjafa til að ganga til liðs við hóp metnaðarfullra sérfræðinga í virkni- og ráðgjafarteymi velferðarsviðs þar sem lögð er áhersla á mannúðlega nálgun, aukin lífsgæði og velferð þjónustunotenda.
Teymið sinnir mikilvægu starfi í þágu velferðarþjónustu við íbúa Reykjanesbæjar. Um er að ræða tímabundið starf til 31. ágúst 2027 í 100% starfshlutfalli. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Starfið krefst víðtækrar þekkingar á sviði félagsþjónustu og faglegrar nálgunnar og nærgætni í málefnum einstaklinga sem standa höllum fæti í samfélaginu.
Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Málstjóri og tengiliður í málefnum þjónustunotenda
- Félagsleg ráðgjöf, stuðningur og eftirfylgd með málum þjónustunotenda
- Móttaka og afgreiðsla umsókna um þjónustu, t.d. fjárhagsaðstoð og félagslegt leiguhúsnæði
- Þverfaglegt samstarf innan og utan velferðarsviðs og Reykjanesbæjar
- Þátttaka í stefnumótun og þróun umbóta í þjónustu sem styðja við starfsemi teymisins
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun til starfsréttinda í félagsráðgjöf eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og sterk leiðtogafærni.
- Áhugi og metnaður til að veita framúrskarandi velferðarþjónustu
- Þekking og reynsla á starfi innan félagsþjónustu sveitarfélaga mikilvæg
- Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu æskileg
- Þekking og reynsla í málefnum innflytjenda æskileg
- Þekking og reynsla á störfum með fólki með geð- og fíknivanda æskileg
- Góð íslensku- og enskunnátta í mæltu og rituðu máli
- Önnur tungumálakunnátta er kostur
Hlunnindi:
- Bókasafnskort
- Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
- Gjaldfrjáls aðgangur í sund
- Gjaldfrjáls aðgangur í strætó
Auglýsing birt22. desember 2025
Umsóknarfrestur8. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Tjarnargata 12, 230 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
Almenn tæknikunnáttaFrumkvæðiLeiðtogahæfniMannleg samskiptiOpinber stjórnsýslaSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðSveigjanleikiÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (7)

Verkefnastjóri FORNOR á Norðurlandi vestra
Sveitarfélagið Skagaströnd

Velferðarsvið - Ráðgjafi í barna- og fjölskylduteymi
Reykjanesbær

SKRIFSTOFUSTJÓRI
Ásahreppur

Sérfræðingur í miðlun og kynningarmálum hjá Samkeppniseftirlitinu
Samkeppniseftirlitið

Verkefnastjóri í félagslegu verkefnum Rauða krossins
Rauði krossinn á höfuðborgarsvæðinu

Félagsráðgjafi í barnavernd
Sveitarfélagið Ölfus

Framkvæmdastýra áfangaheimilis fyrir konur
Lítil þúfa fta.