Center Hotels
Center Hotels
Center Hotels

Veitingastjóri óskast

Veitingastjóri stýrir þjónustu veitingastaðarins og tryggir að gestum sé veitt framúrskarandi þjónusta í mat og drykk. Vera til fyrirmyndar í framkomu og tryggja að framkoma endurspeglist í gildum fyrirtækisins þ.e. í heiðarleika, jákvæðni og þjónustulund. Bera ábyrgð á móttöku gesta, skipulagi dagsins og ábyrgð á mönnun vakta. Sjáum bókanir og pantanir hópa og einstaklinga. Stýra þjálfun á starfsfólki og tryggja snuðrulaus samskipti til starfsmanna og á milli vakta. Tryggja fagmennsku og að gera allt sem í okkar valdi stendur til að allir gestir fari ánægðir frá staðnum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Sjá um þjálfun starfsmanna í veitingasal og önnur starfsmannamál samkvæmt reglum og ferlum
  • Tryggja jákvæð samskipti og stuðla að góðri samvinnu á milli eldhúss og salar
  • Þjónusta gesti í mat og drykk, ávallt með bros á vör og fagmannlega, fylgjast með þjónustustigi í sal, ábyrgð á sölu dagsins
  • Skipuleggur og stýrir veisluhöldum, hlaðborðum og fleiri viðburðum.
  • Svara í síma og tölvupóstum og taka við bókunum og svara fyrirspurnum
  • Frágangur og Uppgjör sölu dagsins
  • Ber ábyrgð á mönnun vakta og að tryggja afleysingu ef einhver forfallast
  • Fylgja öllum stöðlum skv. HACCP/ GÁMES
  • Ábyrgð á kostnaði, vörutalningu, birgðarstöðu og pöntunum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Góð enskukunnátta er skilyrði
  • Íslenskukunnátta er mikill plús
  • Framúrskarandi þjónustu- og sölulund
  • Reynsla af sambærilegum störfum
  • Reynsla af veisluhöldum 
  • Góð tölvukunnátta 
  • Góð mannleg samskipti
  • Skipulagshæfni, frumkvæði & framsýni
Auglýsing stofnuð28. júní 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Þverholt 14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar