
Fellaskóli Fellabæ
Fellaskóli í Fellabæ er grunnskóli þar sem lögð er áhersla á að efla bókvit, verkvit og siðvit jöfnum höndum. Í skólanum eru um 100 nemendur og þeim er skipt niður á þrjú stig; yngsta stig ( 1. – 4. bekk), miðstig ( 5. – 7. bekk) og unglingastig (8. – 10.) bekk. Á hverju stigi starfa kennarar og annað fagfólk saman í teymum. Við skipulag kennslu er horft til þess að nemendur eru á hverjum tíma mislangt komin á mismunandi sviðum þroska. Nemendur hafa einnig mismunandi styrkleika, áhugasvið og getu. Námi og öðru starfi skólans er ætlað að stuðla að alhliða þroska nemandans út frá forsendum og hæfileikum hvers og eins. Skólastarfið miðast við að stuðla jafnt að tilfinningalegum og félagslegum þroska sem og vitsmunalegum.

Umsjónaraðili frístundar
Fellaskóli auglýsir eftir umsjónaraðila frístundar, sem er lengd viðvera fyrir nemendur í 1. - 4. bekk. Starfið er 50% hlutastarf en möguleiki á hærra starfshlutfalli í öðrum verkefnum. Ráðið er í starfið frá 1. september 2025.
Umsjónaraðili frístundar skipuleggur starf frístundar í samráði við skólastjóra og forstöðumann frístundar í Múlaþingi, og sér til þess að framfylgja því skipulagi. Meðal verkefna frístundar eru félagslegur stuðningur og þjálfun nemenda. Mikil áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð, lausnamiðaða hugsun og frumkvæði í daglegum verkefnum.
Næsti yfirmaður er skólastjóri. Vinnuaðstaða umsjónaraðila frístundar er í Fellaskóla og í Sólinni, frístundaheimili.
Vinnutími er alla jafna frá kl. 12.25 - 16.00 alla virka daga.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Halda utan um skráningar nemenda í frístund.
- Skipuleggja starf frístundar og sjá til þess að því sé fylgt eftir.
- Tryggja að nemendur komist í skipulagðar tómstundir á meðan dvalartíma stendur s.s. í tónlistarnám og/eða íþróttir.
- Gefa nemendum tækifæri til að stunda heilsusamlega hreyfingu og þroskandi leiki jafnt úti sem inni.
- Gæta fyllsta öryggis með nemendur og forðast þær aðstæður sem geta reynst hættulegar.
- Samskipti við foreldra/forsjáraðila og starfsfólk grunnskóla er varða starfsemi frístundar.
- Annast innkaup á leikföngum og öðrum munum í frístundastarf.
- Önnur verkefni í samráði við skólastjóra.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Gerð er krafa um stúdentspróf.
- Menntun á sviði uppeldis og/eða tómstundarfræða eða önnur menntun sem nýtist í starfi mikill kostur.
- Reynsla og þekking sem nýtist í starfi.
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum, hæfileiki til samvinnu, sveigjanleika og tillitssemi.
- Frumkvæði í starfi, skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð.
- Lausnamiðun og geta brugðist hratt og vel við óvæntum atburðum sem upp koma.
- Mjög góð íslenskukunnátta.
- Hreint sakavottorð.
Auglýsing birt13. ágúst 2025
Umsóknarfrestur27. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Lagarfell 15, 700 Egilsstaðir
Fellaskóli
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiHreint sakavottorðJákvæðniMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðSkipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Frístundaleiðbeinandi í Álfhólsskóla
Álfhólsskóli

Starfsmaður ungbarnaleikskóla, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Kennari ungbarnaleikskóla, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Heilsuleikskólinn Holtakot auglýsir eftir einstaklingi til að sinna stöðu snemmtækrar íhlutunar
Garðabær

Urriðaholtsskóli auglýsir eftir starfsfólki í Frístund
Urriðaholtsskóli

Urriðaholtsskóli auglýsir eftir leikskólakennara á leikskólastigi
Urriðaholtsskóli

Urriðaholtsskóli auglýsir eftir leikskólasérkennara
Urriðaholtsskóli

Skólaliði við Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð

Frístundaleiðbeinandi í félagsmiðstöðina Hellinn
Frístundamiðstöðin Miðberg

Stuðningsfulltrúi í Barnaskóla Kársness
Barnaskóli Kársness

Kennari, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Starfsmaður á leikskóla, fullt starf
Seltjarnarnesbær