

Þjónusturáðgjafi
Vilt þú taka þátt í að skapa jákvæða upplifun viðskiptavina í einu stærsta þjónustufyrirtæki landsins?
Við hjá Veitum leitum að drífandi og lausnamiðuðum þjónusturáðgjafa sem vill veita framúrskarandi þjónustu og hafa bein áhrif á upplifun viðskiptavina. Helstu verkefni fela í sér að veita viðskiptavinum Veitna ráðgjöf í gegnum síma, tölvupóst og netspjall, taka á móti erindum og greina þau, auk þess að greina og innleiða umbætur í ferlum sem stuðla að bættri upplifun og ánægju viðskiptavina.
Þjónusturáðgjafar Veitna sinna fjölbreyttum verkefnum í síbreytilegu umhverfi. Í starfinu munt þú:
- svara fyrirspurnum viðskiptavina í síma, tölvupósti og netspjalli
- greina erindi og leysa úr málum með fagmennsku og hlýju
- leggja til umbætur í ferlum þjónusturáðgjafar til að bæta upplifun viðskiptavina enn frekar
- jákvætt viðhorf, drifkraft og sjálfstæð vinnubrögð
- framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund
- hæfni til að útskýra tæknileg atriði á skiljanlegan hátt
- góða tölvukunnáttu og getu til að tileinka sér ný kerfi og tækni
- reynslu af þjónustustörfum (kostur)
- Menntun eða reynslu sem nýtist í starfi
Vinnutími er frá klukkan 8:30-16:30. Um er að ræða tímabundið starf með góðum möguleika á framlengingu.
Hvers vegna Veitur?
Veitur eru framsækið þjónustufyrirtæki sem tryggir aðgengi að rafmagni, hita, vatni og fráveitu. Með nýsköpun og samstarfi veitum við lífsgæði til framtíðar. Veitur eru stærsta veitufyrirtæki landsins og þjónustar ríflega 70% landsmanna. Við setjum viðskiptavininn í fyrsta sæti og erum stöðugt að bæta okkur og finna leiðir til þess að þjónusta viðskiptavini okkar enn betur.
Við bjóðum fjölbreytt og stuðningsríkt vinnuumhverfi þar sem áhersla er lögð á framsýni, hagsýni, heiðarleika og frumkvæði. Við trúum á að fjölbreytileiki leiði til betri árangurs og hvetjum öll sem uppfylla grunnskilyrði til að sækja um – óháð því hvort þau haka í öll boxin.
Til að vita meira um hvernig er að starfa hjá Veitum er tilvalið að heimsækja heimasíðuna okkar, www.veitur.is/vinnustadurinn.
Umsóknarfrestur er til og með 13. október 2025. Nánari upplýsingar veitir Erlendur Stefánsson deildarstjóri þjónusturáðgjafar, á netfanginu [email protected]







