Útlendingastofnun
Útlendingastofnun
Útlendingastofnun

Teymisstjóri Efnismeðferðarteymis

Útlendingastofnun leitar að teymisstjóra til að leiða Efnismeðferðarteymi á verndarsviði stofnunarinnar. Verndarsvið hefur það hlutverk að afgreiða umsóknir um alþjóðlega vernd á Íslandi. Helstu verkefni teymisstjóra Efnismeðferðarteymis eru dagleg stjórnun teymisins, að tryggja að stjórnsýsluákvarðanir teymisins séu faglegar, vandaðar og í samræmi lög, að málsmeðferð sé skilvirk, hvetja og virkja starfsfólk til umbóta og mynda góðan liðsanda.

Teymisstjóri Efnismeðferðarteymis þarf að búa yfir leiðtogahæfni, frumkvæði og metnaði til að ná árangri í starfi. Teymisstjóri skal hafa mjög góða þekkingu á málefnasviðinu, reynslu af opinberri stjórnsýslu og vera reiðubúinn að taka þátt í og vinna að stöðugum umbótum. Teymisstjóri heyrir undir sviðsstjóra verndarsviðs Útlendingastofnunar.

Útlendingastofnun er spennandi vinnustaður á fleygiferð í stafrænni vegferð. Hjá stofnuninni starfar yfir 100 manna samhentur hópur á fjórum sviðum. Umfangsmesti þátturinn í starfsemi stofnunarinnar er útgáfa dvalarleyfa. Útlendingastofnun afgreiðir umsóknir um dvalarleyfi, hvort sem um er að ræða dvalarleyfi á grundvelli atvinnuþátttöku, fjölskyldusameiningar, námsvistar eða vistráðningar. Þá afgreiðir stofnunin einnig vegabréfsáritanir, umsóknir um ríkisborgararétt og umsóknir um alþjóðlega vernd. Lögð er rík áhersla á að vinnustaðurinn sé fjölskylduvænn og að starfsandi sé til fyrirmyndar. Boðið er upp á góða vinnuaðstöðu, sveigjanlegan vinnutíma og kost á fjarvinnu. Stofnunin hefur undanfarin ár tekið þátt í verkefninu um styttingu vinnuvikunnar og er miðað við 36 stunda vinnuviku hjá öllu starfsfólki.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Dagleg stjórnun og skipulag efnismeðferðarteymis
  • Ráðgefandi hlutverk og stuðningur fyrir starfsfólk teymisins
  • Að umsóknir og erindi séu afgreidd á faglegan og skilvirkan hátt í samræmi við lög og reglugerðir
  • Að efnismeðferðarteymi starfi í samræmi við stefnur og markmið stofnunar
  • Að verkferlar séu til staðar, þeim fylgt og uppfærðir
  • Fræðsla starfsfólks og samstarfsaðila
  • Að unnið sé að stöðugum umbótum innan teymissins
Menntunar- og hæfniskröfur
  • BA gráða í lögfræði ásamt meistaragráðu í lögfræði eða embættispróf í lögfræði
  • Haldgóð reynsla af teymisstjórnun er skilyrði
  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er skilyrði
  • Þekking og reynsla af málefnum teymisins er mikill kostur
  • Brennandi áhugi á stafrænum lausnum
  • Skipulagshæfni og frumkvæði
  • Mjög góð almenn tölvukunnátta
  • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
  • Geta til að leiða umbótastarf
  • Leiðtogahæfni og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum og geta til að forgangsraða verkefnum
Auglýsing birt7. júlí 2025
Umsóknarfrestur17. júlí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Dalvegur 18, 201 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar