Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni
Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni
Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni

Tengiliður erlendra hópa / dagskrárstarfsmaður

Laust er til umsóknar fjölbreytt starf tengiliðs erlendra hópa / dagskrárstarfsmanns við Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni (ÚSÚ).

Í starfinu felast m.a. samskipti og umsjón með bókunum erlendra hópa, þar á meðal umsjón með útleigu búnaðar, bókun á dagsferðum, máltíðum og annarri þjónustu. Einnig aðstoð við dagskrá í sumarbúðum og skólabúðum. Starfsmaður mun gegna mikilvægu hlutverki í undirbúningi ÚSÚ vegna landsmóts skáta 2026.

Óskað er eftir öflugum, úrræðagóðum og jákvæðum starfsmanni í 80% starf. Um er að ræða tímabundið starf í 10-12 mánuði, með möguleika á framlengingu ef aðstæður leyfa. Starfsstöð er á Úlfljótsvatni.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Samskipti við erlenda hópa vegna bókana og þjónustu.
  • Umsjón með búnaði og leigu hans til hópa.
  • Umsjón með skipulagningu og bókunum á ferðum erlendra hópa, þar á meðal fyrir og eftir landsmót og aðra alþjóðlega viðburði.
  • Aðstoð við dagskrá í skólabúðum og sumarbúðum.
  • Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Jákvæðni, metnaður og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Mjög góð samskiptahæfni og mjög rík þjónustulund.
  • Afbragðs skipulagshæfni og lausnamiðuð hugsun.
  • Stundvísi og drifkraftur.
  • Bílpróf.
  • Reynsla af bókunarferlum er æskileg.
  • Reynsla af útikennslu og/eða öðru starfi með börnum og ungu fólki er æskileg.
  • Reynsla af skátastarfi, ekki síst alþjóðastarfi, er kostur.
  • Kerrupróf (BE) kostur.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta.
Fríðindi í starfi
  • Skemmtileg, fjölbreytt og krefjandi verkefni.
  • Fallegt og hvetjandi starfsumhverfi.
  • Gott mötuneyti.
  • Akstursstyrkur.
Auglýsing birt25. júlí 2025
Umsóknarfrestur1. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Úlfljótsvatn 170830, 801 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.Hönnun ferlaPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.Innleiðing ferlaPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.KennslaPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.Samskipti í símaPathCreated with Sketch.Samskipti með tölvupóstiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.SkyndihjálpPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.Útkeyrsla
Starfsgreinar
Starfsmerkingar