
Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni
Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni var stofnuð árið 1941 og hefur verið heimili íslenskra skáta í yfir 80 ár. Þar fá skátar tækifæri til að reyna og upplifa en einnig til að vaxa og verða virkir þátttakendur í nærsamfélagi sínu.
Úlfljótsvatn er staðsett sunnan við Þingvallavatn og er umkringt fallegri náttúru með mörgum möguleikum til útivistar og ótakmarkaðri fegurð. Allt árið um kring nýta skátar, skólahópar, tjaldgestir, fyrirtæki og allskyns aðrir hópar Úlfljótsvatn í fjölbreyttum og skemmtilegum tilgangi.
• Á Úlfljótsvatni á starfsfólki og gestum að líða vel eins og þau séu hluti af staðnum en ekki einungis í heimsókn.
• Við trúum á jákvæð áhrif útivistar á fólk og því er dagskrá utandyra lykilþáttur í starfsemi okkar.
• Við viljum styðja ungt fólk, veita þeim ögrandi áskoranir og styrkja það til virkrar samfélagsþátttöku.
• Gildi og stefna skátahreyfingarinnar er leiðarvísir okkar í allri dagskrá og öllu starfi á Úlfljótsvatni.

Tengiliður erlendra hópa / dagskrárstarfsmaður
Laust er til umsóknar fjölbreytt starf tengiliðs erlendra hópa / dagskrárstarfsmanns við Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni (ÚSÚ).
Í starfinu felast m.a. samskipti og umsjón með bókunum erlendra hópa, þar á meðal umsjón með útleigu búnaðar, bókun á dagsferðum, máltíðum og annarri þjónustu. Einnig aðstoð við dagskrá í sumarbúðum og skólabúðum. Starfsmaður mun gegna mikilvægu hlutverki í undirbúningi ÚSÚ vegna landsmóts skáta 2026.
Óskað er eftir öflugum, úrræðagóðum og jákvæðum starfsmanni í 80% starf. Um er að ræða tímabundið starf í 10-12 mánuði, með möguleika á framlengingu ef aðstæður leyfa. Starfsstöð er á Úlfljótsvatni.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Samskipti við erlenda hópa vegna bókana og þjónustu.
- Umsjón með búnaði og leigu hans til hópa.
- Umsjón með skipulagningu og bókunum á ferðum erlendra hópa, þar á meðal fyrir og eftir landsmót og aðra alþjóðlega viðburði.
- Aðstoð við dagskrá í skólabúðum og sumarbúðum.
- Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Jákvæðni, metnaður og sjálfstæð vinnubrögð.
- Mjög góð samskiptahæfni og mjög rík þjónustulund.
- Afbragðs skipulagshæfni og lausnamiðuð hugsun.
- Stundvísi og drifkraftur.
- Bílpróf.
- Reynsla af bókunarferlum er æskileg.
- Reynsla af útikennslu og/eða öðru starfi með börnum og ungu fólki er æskileg.
- Reynsla af skátastarfi, ekki síst alþjóðastarfi, er kostur.
- Kerrupróf (BE) kostur.
- Góð íslensku- og enskukunnátta.
Fríðindi í starfi
- Skemmtileg, fjölbreytt og krefjandi verkefni.
- Fallegt og hvetjandi starfsumhverfi.
- Gott mötuneyti.
- Akstursstyrkur.
Auglýsing birt25. júlí 2025
Umsóknarfrestur1. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Úlfljótsvatn 170830, 801 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiHeiðarleikiHönnun ferlaHreint sakavottorðInnleiðing ferlaJákvæðniKennslaMannleg samskiptiÖkuréttindiSamskipti í símaSamskipti með tölvupóstiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagSkyndihjálpStundvísiSveigjanleikiÚtkeyrsla
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Car Wash – Avis car rental, Keflavík
Avis og Budget

Leikskólakennari
Baugur

Aðstoðarumsjónarmaður á frístundaheimili í Hofsstaðaskóla
Hofsstaðaskóli Garðabæ

Starfsfólk í veitingadeild
Hilton Reykjavík Nordica

Skóla- og frístundaliðar í Krakkaberg - Setbergsskóli
Hafnarfjarðarbær

Starfskraftur í frístund í Hjallastefnunni í Hafnarfirði
Hjallastefnan

Stöðvarstjóri - Reykjavíkurflugvöllur
Icelandair

Frístundaleiðbeinendur og stuðningsstarfsmenn
Sveitarfélagið Árborg

Frístundaleiðbeinandi/frístundaráðgjafi
Mosfellsbær

Þjónustufulltrúi / Reception Agent
Lotus Car Rental ehf.

Leiðbeinandi á frístundaheimili í Hofsstaðaskóla
Hofsstaðaskóli Garðabæ

Starfsmaður í Nýsköpunarsetur
Hafnarfjarðarbær