

SVIÐSSTJÓRI VELFERÐARSVIÐS FJALLABYGGÐAR
Fjallabyggð auglýsir eftir drífandi leiðtoga í nýtt starf sviðsstjóra velferðarsviðs. Á sviðinu eru tvær megin deildir; félagsmáladeild og fræðslu – og frístundadeild. Deildarstjórar þeirra deilda starfa undir nýjum sviðsstjóra
Sviðsstjóri veitir sviðinu faglega og stjórnunarlega forystu og starfar í samræmi við stefnu sveitarfélagsins auk laga og reglna sem varða starfsemina. Sviðsstjóri er deildarstjórum til stuðnings og stýrir starfseminni hvað varðar verkefni og ákvarðanir sem heyra undir velferðarsviðið. Sviðsstjóri hefur þannig yfirumsjón með öllu faglegu starfi og rekstri velferðarsviðsins og starfar náið með bæjarstjóra og öðrum sviðsstjórum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með starfs- og fjárhagsáætlunum á velferðarsviði.
- Yfirumsjón og eftirlit með faglegu starfi á sviðinu og samræmingu og samþættingu verkefna þess.
- Umsjón með starfsemi nefnda og ráða á velferðarsviði ásamt deildarstjórum.
- Ráðgjöf og stuðningur til annarra stjórnenda á sviðinu í störfum þeirra og stjórnun.
- Samskipti við fagnefndir og hagsmunaaðila.
- Þátttaka í stefnumótun og nýsköpunarverkefnum þvert á fagsvið sveitarfélagsins.
- Vinnur að og hefur frumkvæði að úrbótaverkefnum sem snerta starfsemi sviðsins.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf sem nýtist í starfi.
- Þekking og reynsla á sviði fjölskyldu- og félagsmála.
- Góð fagþekking á málefnum sviðsins.
- Farsæl rekstrar- og stjórnunarreynsla er skilyrði.
- Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu einkum sveitarfélaga er skilyrði.
- Þekking á upplýsingatækni er kostur.
- Reynsla af straumlínustjórnun og samþættingu verkefna er kostur.
- Skýr sýn á leiðir til að styrkja skólaumhverfi, frístundaþjónustu og velferðarmál í sveitarfélaginu.
- Leiðtoga-, samstarfs- og samskiptahæfni.
- Metnaður til að ná árangri í starfi.
Auglýsing birt21. mars 2025
Umsóknarfrestur4. apríl 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Gránugata 24, 580 Siglufjörður
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiLeiðtogahæfniMannleg samskiptiOpinber stjórnsýslaStefnumótunTeymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)