Fjallabyggð
Fjallabyggð

SKRIFSTOFUSTJÓRI

Fjallabyggð auglýsir eftir drífandi leiðtoga í starf skrifstofustjóra sem er jafnframt sviðsstjóri fjármála – og stjórnsýslusviðs. Starfið er fjölbreytt og krefst góðrar færni og reynslu á ýmsum sviðum. Skrifstofustjóri er næsti yfirmaður sviðsstjóra annarra sviða innan stjórnsýslu Fjallabyggðar, er yfirmaður á bæjarskrifstofu og er staðgengill bæjarstjóra.

Skrifstofustjóri veitir fjármála – og stjórnsýslusviði faglega og stjórnunarlega forystu og starfar í samræmi við stefnu sveitarfélagsins auk laga og reglna sem varða starfsemina. Skrifstofustjóri er öðrum sviðsstjórum til stuðnings og hefur yfirumsjón með öllu faglegu starfi og rekstri stjórnsýslunnar í samstarfi við bæjarstjóra.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Fagleg forysta og verkstjórn á daglegum verkefnum bæjarskrifstofu.
  • Yfirumsjón með daglegri umsýslu fjármála og bókhalds.
  • Umsjón með fjárhagsáætlanagerð, frávikagreiningum og kostnaðareftirliti í samstarfi við sviðsstjóra annarra sviða.
  • Eftirfylgni með framgangi rekstrar – og fjárhagsáætlana.
  • Yfirumsjón og eftirlit með faglegu starfi á öllum sviðum innan stjórnsýslunnar.
  • Umsjón með starfsemi nefnda og ráða er heyra undir fjármála – og stjórnsýslusvið.
  • Ráðgjöf og stuðningur til annarra stjórnenda í störfum þeirra og stjórnun.
  • Samskipti við fagnefndir og hagsmunaaðila.
  • Þátttaka í stefnumótun og nýsköpunarverkefnum þvert á öll við sveitarfélagsins.
  • Samskipti við forstöðumenn og íbúa vegna erinda er snúa að fjármálum og annarri þjónustu Fjallabyggðar.
  • Vinnur að og hefur frumkvæði að útbótaverkefnum sem snerta starfsemi sviðsins.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf sem nýtist í starfi.
  • Þekking og reynsla af sambærilegum verkefnum.
  • Þekking og reynsla af uppgjörum, reikningshaldi og áætlanagerð.
  • Farsæl rekstrar- og stjórnunarreynsla er skilyrði.
  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu, einkum sveitarfélaga er skilyrði.
  • Leiðtoga-, samstarfs- og samskiptahæfni.
  • Metnaður til að ná árangri í starfinu.
Auglýsing birt21. mars 2025
Umsóknarfrestur4. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Gránugata 24, 580 Siglufjörður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁætlanagerðPathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Uppgjör
Starfsgreinar
Starfsmerkingar