
Arion banki
Starfsfólk Arion banka er kjarninn í starfsemi bankans og kappkostar bankinn að búa vel að starfsfólki sínu.
Arion banki er lifandi vinnustaður þar sem starfsumhverfið einkennist af fagmennsku, framsækni, umhyggju og tryggð
Hjá Arion banka starfa um 900 manns, þar af eru 65% konur og 35% karlar. Kynjaskipting á meðal stjórnenda bankans er fremur jöfn og sama gildir um aldursdreifingu innan bankans en meðalaldur starfsfólks Arion banka er 42 ár.
Fjölmargt starfsfólk hefur sýnt bankanum og forverum hans mikla tryggð og eru dæmi um að starfsfólk sé með meira en 40 ára starfsaldur. Meðal starfsaldur hjá Arion banka er tíu ár.

Sumarstörf á höfuðborgarsvæðinu
Við leitum að metnaðarfullu og jákvæðu fólki til að starfa með okkur í sumar. Við viljum fá til liðs við okkur öfluga einstaklinga sem hafa áhuga á að starfa í krefjandi og skemmtilegu umhverfi.
Æskilegt er að sumarstarfsfólk geti unnið frá maí/júní og út ágúst. Óskað er eftir að ferilskrá og einkunnir fylgi umsókn. Öllum umsóknum skal skilað í gegnum vefsíðuna okkar.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Framúrskarandi þjónustulund og góðir samskiptahæfileikar
- Reynsla af þjónustustörfum er æskileg
- Góð tölvukunnátta
- Sjálfstæð vinnubrögð
- Stúdentspróf
Auglýsing birt21. janúar 2026
Umsóknarfrestur28. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Smáratorg 3, 201 Kópavogur
Borgartún 19, 105 Reykjavík
Bíldshöfði 20, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
JákvæðniSamskipti í símaSamskipti með tölvupóstiSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðÞjónustulund
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (5)
Sambærileg störf (12)

Fjölbreytt sumarstörf hjá Orku náttúrunnar
Orka náttúrunnar

Starfsnám í Brussel hjá Uppbyggingarsjóði EES
Financial Mechanism Office (FMO)

Landamæraverðir
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Sérfræðingur á endurskoðunarsvið Enor ehf.
Enor ehf

Sumarstörf hjá Verði
Vörður tryggingar

Verkefnastjóri reikningshalds og fjármálagreininga
Háskólinn á Akureyri

Sumarstörf á landsbyggðinni
Arion banki

Viðskiptastjóri í útflutningsdeild
Smyril Line Ísland ehf.

Hópstjóri þjónustuvers
Auðkenni ehf.

Viðskiptastjóri - Business Development Manager
Teya Iceland

Skrifstofustarf hjá flutningafyrirtæki
Fraktlausnir ehf

Bókari
Landsnet hf.