Austurbæjarskóli
Austurbæjarskóli

Stuðningsfulltrúi - Austurbæjarskóli

Austurbæjarskóli auglýsir starf stuðningsfulltrúa laust til umsóknar. Um er að ræða 70% starf. Starfið er laust nú þegar.

Austurbæjarskóli er rótgróinn grunnskóli í miðbæ Reykjavíkur. Í skólanum eru 400 nemendur í 1.-10. bekk og um 70 starfsmenn. Framtíðarsýn skólans er: Framsækinn skóli fyrir alla. Skólinn leggur sig fram um að vera í fararbroddi hvað varðar fjölbreytta náms- og kennsluhætti þar sem allir hafa jafnan aðgang að lærdómsferlinu. Lögð er áhersla á að varða leið nemenda í námi, vinna með reynsluheim, hvetja til samvinnu og auka metnað og árangur. Austurbæjarskóli er vinnustaður fyrir hugmyndaríkt og skapandi fagfólk sem sýnir metnað í starfi, ber hag nemenda fyrir brjósti og leggur sig fram um að sinna þörfum barna og unglinga.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

 

Að vera kennara til aðstoðar við að sinna einum eða fleiri nemendum sem þurfa sérstaka aðstoð.

Að aðstoða nemendur eftir þörfum hvers og eins við athafnir daglegs lífs.

Að auka færni og sjálfstæði nemenda, félagslega, námslega og í daglegum athöfnum.

Menntunar- og hæfniskröfur

 

Nám í stuðningsfulltrúa eða góð almenn menntun.

Reynsla og áhugi að vinna með börnum.

Sveigjanleiki og hæfni í samskiptum.

Frumkvæði, jákvæðni, og sjálfstæð vinnubrögð.

Hæfni til að vinna með öðrum

Auglýsing birt3. janúar 2025
Umsóknarfrestur17. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Barónsstígur 32, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar