Sólheimar ses
Sólheimar ses
Sólheimar ses

Stuðningsfulltrúi

Bláskógar er þjónustukjarni þar sem að jafnaði búa 9 elstu íbúar Sólheima. Við erum að leita eftir stuðningsfulltrúa til þess að starfa með okkar frábæra teymi.

Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af störfum með fötluðu fólki.

Sé jákvæður og lausnarmiðaður, hafi ríka þjónstulund, tali íslensku og hafi áhuga á að starfa í anda gilda Sólheima.

Unnið er eftir hugmyndafræði þjónandi leiðsagnar.

Um er að ræða vaktavinnu þar sem unnið er í lotum 11-12 tíma í senn, 6 daga og frí í 8 daga.

Staðan er laus nú þegar.

Nánari upplýsingar um starfið veitir forstöðuþroskaþjálfi Bláskóga Elfa Björk Kristjánsdóttir, elfab@solheimar.is

Helstu verkefni og ábyrgð

Aðstoða íbúa við daglegar athafnir

Fylgja þjónstuáætlunum og verklagsreglum

Reynsla og áhugi á að vinna með fötluðu fólki

Almenn heimilisstörf

Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu sem yfirmaður felur starfsmanni

 

Menntunar- og hæfniskröfur

Lipurð í samskiptum og sveigjanleiki í starfi

Jákvæð og lausnarmiðuð hugsun

Sjálftæð vinnubrögð og frumkvæði

Góð íslenskukunnátta

 

Fríðindi í starfi

Aðgangur að líkamsrækt og sundlaug. Aðstaða til þess að gista á meðan á vinnulotum stendur.

Auglýsing birt2. janúar 2025
Umsóknarfrestur9. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Sólheimar 168279, 801 Selfoss
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar