Reykjavík Asian
Reykjavík Asian
Reykjavík Asian

Stjórnandi í framleiðslueldhúsi

Reykjavík Asian óskar eftir kraftmiklum og reynslumiklum einstakling til að leiða framleiðslueldhús okkar í Reykjanesbæ. Við framleiðum ferskt sushi og aðra tilbúna rétti daglega, bæði fyrir veisluþjónustu og dreifingu til verslana víðsvegar um landið.

Þetta er kjörið tækifæri fyrir skipulagðan, lausnamiðaðan einstakling sem vill taka þátt í vexti og þróun ört stækkandi fyrirtækis.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Leiða og styðja við teymi í framleiðslueldhúsi

  • Tryggja gott flæði í framleiðslu með áherslu á skilvirkni, fagmennsku og hraða

  • Yfirumsjón með framleiðsluferlum: hráefnamóttöku, undirbúningi, pökkun og frágangi

  • Skipuleggja daglegt verkefnaskipulag og forgangsröðun

  • Gæta að gæðastöðlum, matvælaöryggi og hreinsun eldhúss

  • Þjálfa nýtt starfsfólk og halda uppi jákvæðri liðsheild

  • Samskipti við birgja og samstarf við aðra stjórnendur innan fyrirtækisins

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Mikil reynsla af störfum í matvælageiranum er krafa

  • Reynsla af stjórnunar- eða verkstjórn í eldhúsi er mikill kostur

  • Matreiðslumenntun er kostur, en ekki skilyrði

  • Góð hæfni í skipulagi, forgangsröðun og verkaskiptingu

  • Þekking á hreinlætis- og matvælaöryggiskröfum

  • Leiðtogahæfni og færni í að byggja upp jákvætt teymi

  • Góð samskiptahæfni og geta til að vinna með fjölbreyttum hópi

  • Íslenska og/eða enska í töluðu og rituðu máli

Fríðindi í starfi
  • Góð laun í boði fyrir réttan aðila, í takt við ábyrgð og reynslu

  • Tækifæri til að hafa raunveruleg áhrif á vöxt og þróun fyrirtækisins

  • Gott og stöðugt vinnuumhverfi í nánu samstarfi við samhent teymi

  • Þægilegur vinnutími og ótímabundið starf

  • Vaxandi fyrirtæki með skýra sýn og metnað til framtíðar

Auglýsing birt15. júlí 2025
Umsóknarfrestur7. ágúst 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Grænásbraut 920, 235 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.EldhússtörfPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.VandvirkniPathCreated with Sketch.Vinna undir álagi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar