
Akraneskaupstaður
Akraneskaupstaður er einn af stærstu vinnuveitendum á Akranesi en hjá bænum starfa tæplega 800 manns í 20 stofnunum. Akraneskaupstaður rekur tvo grunnskóla, fjóra leikskóla, frístundastörf, búsetukjarna, miðlæga skrifstofu, tónlistarskóla, bókasafn, slökkvilið og byggðasafn svo fátt eitt sé nefnt. Akranes er framsækið sveitarfélag sem leggur fyrir sig jákvæðni, metnað og viðsýni í þjónustu og uppbyggingu sveitarfélagsins.
Akranes er heillandi bæjarfélag með rúmlega 8.000 íbúa, stærsti íbúakjarni Vesturlands. Akranes er einstaklega fjölskylduvænt bæjarfélag þar sem gott er að búa og ala upp börn. Akranes er bæði Heilsueflandi og Barnvænt samfélag og framfylgir stefnu um slíkt. Á Akranesi búa hamingjusömustu íbúar landsins enda menningin, umhverfið og landslagið einstakt. Það sem einkennir Akranes er flatlendi þess og er því mjög þægilegt að ganga og hjóla um Akranes.

Starfsmenn í íþróttahús/sundlaug
Akraneskaupstaður auglýsir eftir starfsmanni til starfa í íþróttamannvirkjum (íþróttahúsi og sundlaug). Starfið gegnir mikilvægu hlutverki í þjónustu við börn og fullorðna. Vegna opnunar á nýju íþróttahúsi fjölgum við í hópnum.
Áhersla er lögð á góða samskiptahæfni, sveigjanleika og þjónustulund. Starfsmaður þarf meðal annars að sinna gæslu skólabarna, þrifum og sundlaugarvörslu.
Viðkomandi þarf að vera 20 ára eða eldri. Leitum að starfsmönnum við gæslu í karla og kvennaklefa.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Aðstoð við skólabörn, fyrir og eftir kennslu
- Klefa og baðvarsla í íþróttahúsi og sundlaug
- Öryggisgæsla við sundlaug
- Almenn afgreiðsla
- Almenn þrif í mannvirkjunum
- Taka á móti, leysa úr og/eða koma áfram þeim ábendingum sem berast frá viðskiptavinum
- Önnur tilfallandi störf
Menntunar- og hæfniskröfur
- Stundvísi, jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum
- Reynsla af þjónustustörfum kostur
- Menntun sem nýtist í starfi kostur
- Góð íslensku kunnátta
- Hæfileiki og vilji til að vinna í teymi
- Umsækjandi þarf að fara á námskeið í skyndihjálp
- Umsækjandi þarf að standast hæfnispróf sundstaða
- Hreint sakavottorð
Auglýsing birt13. júlí 2025
Umsóknarfrestur28. júlí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Valkvætt
Staðsetning
Jaðarsbakkar 1, 300 Akranes
Starfstegund
Hæfni
AfgreiðslaJákvæðniMannleg samskiptiSkyndihjálpStundvísiSundÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Join the Black Sand Hotel Opening Team
Black Sand Hotel

Þjónustufulltrúi / Reception Agent
Lotus Car Rental ehf.

Receptionist (Concierge Services) - Part time (weekends)
Bus Hostel Reykjavik

Starfsmaður í Garðaland - fullt starf
BAUHAUS slhf.

Kjörbúðin Dalvík - verslunarstarf
Kjörbúðin

Lamb Street Food óskar eftir starfsfólki / Food preparation and service at Lamb Street Food
Lamb Street Food

Viltu verða djúsari? (Fullt starf )
Joe & the juice

Car Cleaning and Preparation Employee
Nordic Car Rental

RÆSTITÆKNIR
atNorth

Ræstitæknir/Cleaner
Albertsson ehf.

N1 - Reykjanesbær
N1

Fullt starf í afgreiðslu
Piknik Reykjanesbær