
Starfsmaður í barnavernd hjá sveitarfélaginu Húnabyggð
Löng starfslýsing:
Húnabyggð auglýsir eftir starfsmanni í 100% stöðu í barnavernd. Starfið er laust frá 15.febrúar 2026. Unnið er í dagvinnu en starfsmaður tekur reglulegar bakvaktir í barnavernd.
Húnabyggð er eitt þeirra sveitarfélaga sem standa að Barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands. Skagafjörður er leiðandi sveitarfélag í Barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands og ber ábyrgð á barnavernd í nánu samstarfi við aðildarsveitarfélögin. Önnur sveitarfélög sem koma að barnaverndarþjónustusvæðinu eru Skagaströnd og Húnaþing vestra. Húnabyggð sér einnig um vinnslu og eftirfylgni með barnaverndarmálum á Skagaströnd.
Helstu verkefni eru meðferð og vinnsla barnaverndarmála og eftirfylgni þeirra. Lögð er áhersla á þverfaglegt samstarf, heildstæða og samþætta þjónustu. Málstjórn í samþættum málum er hluti af starfinu og stjórnun og/eða þátttaka í stuðningsteymum í þjónustu í þágu farsældar barna. Starfsmaður starfar náið með öðrum starfsmönnum Barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands, öðrum stofnunum sveitarfélaganna og sérfræðingum félagsþjónustu.
Menntunarkröfur:
- Starfsréttindi í félagsráðgjöf eða önnur tengd háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Viðbótarmenntun sem nýtist í starfi er kostur.
Hæfniskröfur:
- Almenn ökuréttindi eru skilyrði.
- Farsæl reynsla af starfi við barnavernd.
- Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af ráðgjöf við einstaklinga og hópa sem eiga í félagslegum eða persónulegum vanda, ásamt því að hafa þekkingu á félagslegri þjónustu.
- Leitað er að einstaklingi með framúrskarandi samskiptahæfni og ríka ábyrgðartilfinningu.
- Umsækjandi þarf að vera tilbúinn til að tileinka ser nýja starfshætti og sýna jákvæðni og frumkvæði, hafa metnað í starfi og geta unnið sjálfstætt og skipulega.
- Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti.
- Hreint sakavottorð.
Íslenska
Enska