Hjallastefnan
Hjallastefnan
Hjallastefnan

Starfskraftur í frístund í Hjallastefnunni í Hafnarfirði

Erum við að leita að þér?

Barnaskóli Hjallastefnunnar í Hafnarfirði auglýsir eftir starfsfólki í síðdegis barnastarf í frístund. Kjörið með námi og alltaf frí um helgar :)

Í boði er 43% starfshlutfall með vinnutíma 13:30-16:30 alla virka daga. Einnig er möguleiki á að vera nokkra daga í viku í lægra starfshlutfalli.


Um er að ræða störf út skólaárið 2024-2025 frá janúar 2025.

Við leitum að jákvæðu og lífsglöðu starfsfólki sem er tilbúið að tileinka sér starfshætti Hjallastefnunnar af gleði og kærleika. Viðkomandi þarf að sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og hafa áhuga á jafnrétti og lýðræði í skólastarfi. Við hvetjum öll kyn til að sækja um starf við skólann.

Barnaskóli Hjallastefnunnar í Hafnarfirði er í einstaklega fallegu og skemmtilegu umhverfi með Víðistaðatúnið í bakgarðinum. Skólann sækja börn á aldrinum 5-9 ára. Jafnréttisuppeldi, skapandi hugsun, félagsþjálfun og einstaklingsstyrking eru innviðir hugmyndafræðinnar sem við teljum að geti skipt sköpum í þroska komandi kynslóða.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Starfa eftir stefnu skólans, samkvæmt aðalnámskrá, skólanámskrá og kynjanámskrá Hjallastefnunnar
  • Stuðla að velferð barna í samstarfi við foreldra og annað fagfólk
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla og þekking á starfi með börnum
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
  • Metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góð íslenskukunnátta
  • Stundvísi og áreiðanleiki
  • Jákvæðni
Fríðindi í starfi
  • Frítt fæði á vinnutíma
Auglýsing birt3. janúar 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hjallabraut 55, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Umönnun (barna/aldraðra/fatlaðra)
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar