
Slippurinn Akureyri ehf.
Slippurinn Akureyri ehf. veitir alhliða þjónustu við sjávarútveginn og teljast helstu útgerðir á Íslandi til viðskiptavina fyrirtækisins, einnig hefur Slippnum orðið ágengt á erlendum markaði upp á síðakastið. Aðrir viðskiptavinir eru stóriðjur, virkjanir og ýmsar verksmiðjur. Slippurinn Akureyri ehf. er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði hér á landi. Það rekur upptökumannvirki og viðgerðarstöð fyrir skip og annast hvers konar málmsmíði, vélsmíði, vélaviðgerðir, rennismíði og skipasmíðar. Fyrirtækið rekur ennfremur trésmíðaverkstæði, sand/vatnsblástur, málun og verslun með eigin framleiðslu og aðrar vörur til skipa. Skipaþjónusta Slippsins Akureyri annast þjónustu við sjávarútvegsfyrirtæki og býður heildarlausnir í hönnun, endurnýjun og viðhaldi á skipum og búnaði þeirra. Þá færast svonefnd landverkefni stöðugt í aukana hjá fyrirtækinu. Starfsmenn Slippsins Akureyri eru um 160 talsins. Í þeim hópi eru m.a. rennismiðir, stálsmiðir, trésmiðir, tækjamenn, verkamenn og vélvirkjar. Helstu þættir í skipaþjónustu Slippsins Akureyri eru slipptökur, þvottur og málun, vélaupptökur, skrúfuviðgerðir, stálviðgerðir og ryðfrí smíði auk innréttingasmíði og hvers konar viðhalds á tréskipum. Ef sérfræðingarnir finnast ekki innan okkar vébanda köllum við til einhver af okkur frábæru samstarfsfyrirtækjum, því við leggjum mikið upp úr slagorðinu gamla og góða, sem einhver smíðaði um árið: ”Allt á einum stað!” Viðskiptavinurinn á ekki að þurfa að leita lengra en til okkar því við bjóðum heildarlausn á þeim verkefnum sem við blasa hverju sinni.

Smiðir í ryðfríu stáli – spennandi tækifæri
Vegna aukinna umsvifa leitum við hjá Slippnum Akureyri að reynslumiklum málmiðnaðarmönnum í ryðfríu stáli á starfsstöð okkar í Hafnarfirði. Við bjóðum einstakt tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttum, krefjandi og spennandi verkefnum, bæði innanlands og erlendis.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Smíði og samsetning á vinnslubúnaði fyrir matvælavinnslu
- Framleiðsla á fjölbreyttum framleiðsluvörum
- Uppsetning vinnslulína og búnaðar innanlands og erlendis
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af smíði úr ryðfríu stáli
- Fagmennska og öguð vinnubrögð
- Stundvísi, áreiðanleiki og sterk öryggisvitund
- Frumkvæði, sjálfstæði og útsjónarsemi í starfi
- Lipurð í mannlegum samskiptum og hæfni til að vinna í teymi
Fríðindi í starfi
- Góðan aðbúnað og starfsumhverfi hjá framsæknu fyrirtæki
- Samkeppnishæf laun og starfsþjálfun í faglegu umhverfi
- Símenntun og möguleika til starfsþróunar
- Kraftmikinn og samhentan hóp samstarfsfólks
Auglýsing birt12. ágúst 2025
Umsóknarfrestur31. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Eyrartröð 14, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiMannleg samskiptiMetnaðurSjálfstæð vinnubrögðStálsmíðiStundvísiVélvirkjun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Stálsmiður / Suðumaður / Plötuvinna
Stáliðjan ehf

Viðhaldsmaður tækja & búnaðar
ÞG Verk

Snillingar á Vélaverkstæði og smurstöð
Vélaverkstæði Þóris ehf.

Verkstæðisformaður Vélaverkstæðis
Vélaverkstæði Þóris ehf.

Vélvirkjar/Stálsmiðir-Akureyri
HD Iðn- og tækniþjónusta

Spennandi starf í sölu á dælu- og vélbúnaði
HD Iðn- og tækniþjónusta

Stálsmiðir, vélvirkjar - Vélsmiðja
VHE

Viðgerðarmenn og vélstjórar á þjónustuverkstæði
VHE

Bifvélavirki fyrir Max1/Vélaland
MAX1 | VÉLALAND

Almennur starfsmaður óskast í fiskimjölsverksmiðju Brims á Akranesi
Brim hf.

Starfsfólk á vaktir í laxeldi
First Water

Stálsmiður/vélvirki/ málmsuða
Suðulist