Húnabyggð
Húnabyggð

Smíðakennari í Húnaskóla

Húnaskóli óskar eftir kennara í hönnun og smíði, 65% staða frá 1. ágúst 2025. Húnaskóli er nýr framsækinn skóli í mótun með 180 nemendur í 1. – 10. bekk. Skólinn leitast við að koma til móts við þarfir nemenda sinna á persónulegan og einstaklingsmiðaðan hátt. Lögð er áhersla á teymiskennslu. Gott samstarf er við nærsamfélagið svo sem íþróttafélögin og tónlistarskólann.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Kennsla í hönnun og smíði á öllum stigum skólans.
  • Umsjón með tækjum, stofu og innkaup
  • Samstarf við aðra kennara og starfsfólk skólans.
  • Foreldrasamstarf og önnur fagleg störf innan skólans.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Umsækjendur verða að hafa leyfisbréf til kennslu og kennslureynsla í grunnskóla æskileg.
  • Gerð er krafa um góða íslenskukunnáttu.
  • Reynsla og fagmenntun í hönnun og smíði æskileg.
  • Leitað er eftir einstaklingum sem hafa góða skipulagshæfileika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Áhersla er lögð á teymisvinnu og teymiskennslu, samþættingu námsgreina og þemabundin verkefni.
  • Reynsla af samkennslu árganga og áhugi á þróunarstarfi eru mikilvæg.

    Farið er eftir Reglugerð um hæfniramma með viðmiðum fyrir almenna og sérhæfða hæfni kennara og skólastjórnenda við leik-, grunn- og framhaldsskóla.

Auglýsing birt22. apríl 2025
Umsóknarfrestur2. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Húnabraut 2A, 540 Blönduós
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar