Skákskóli Íslands
Skákskóli Íslands

Skólastjóri Skákskóla Íslands

Leitað er að öflugum skólastjóra í Skákskóla Íslands sem hefur góða hæfni í samskiptum og samstarfi, vilja til að þróa framsækið starf, er skipulagður og umbótadrifinn og hefur metnað til að ná árangri í starfi.

Skákskóli Íslands var stofnaður árið 1991 og starfar á vegum Skáksambands Íslands. Hlutverk skólans er að annast skákkennslu og efla vöxt og viðgang skáklistarinnar á Íslandi. Nemendur skólans eru um 80 talsins á aldrinum 6 til 25 ára.

Hlutverk skólastjóra er að vera faglegur leiðtogi og byggja upp skipulagt starf sem er í stöðugri þróun í samvinnu við nemendur, foreldra, taflfélög landsins og Skáksamband Íslands. Starfshlutfall er 50% en með möguleika á hærra hlutfalli í gegnum kennslu.

Nýr skólastjóri fær tækifæri til að byggja upp skólann í samvinnu við stjórn hans. Um er að ræða spennandi starf fyrir framsækinn einstakling sem vill leiða uppbyggingu og mótun afreksstarfs.

Helstu verkefni og ábyrgð

×          Ábyrgð á daglegum rekstri og starfsemi skólans

×          Veitir faglega forystu og leiðir framsækið og skapandi skólastarf í samræmi við stefnu skólans

×          Stuðla að velferð og vellíðan nemenda og starfsfólks

×          Samstarf við aðila taflfélaga og Skáksambands Íslands

Menntunar- og hæfniskröfur

×          Menntun tengd kennslu eða börnum er kostur en ekki skilyrði

×          Reynsla af skákkennslu barna og unglinga er æskileg 

×          Reynsla af starfi með afrekshóp æskileg

×          Reynsla af stjórnun og faglegri forystu á sviði kennslu er æskileg

×          Reynsla af rekstri, gerð og eftirfylgni fjárhagsáætlana er æskileg

×          Leiðtogahæfni, góð hæfni í samskiptum og skipulagshæfileikar

Auglýsing stofnuð24. júní 2024
Umsóknarfrestur15. júlí 2024
Staðsetning
Faxafen 12, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Skák
Starfsgreinar
Starfsmerkingar