Fjarðabyggð
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð

Aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Fjarðabyggðar

Tónlistarskóli Fjarðabyggðar auglýsir eftir tveimur aðstoðarskólastjórum við Tónlistarskóla Fjarðabyggðar. Um er að ræða tvö stöðugildi með u.þ.b. 50% stjórnunarhlutfall hvort. Ert þú dugmikill einstaklingur með reynslu af stjórnun og kennslu í tónlistarskóla? Hefur þú brennandi áhuga á því að vinna með börnum? Vilt þú taka þátt í starfi öflugs og samheldins hóps starfsmanna í tónlistarskóla Fjarðabyggðar? Þá erum við að leita að þér!

Tónlistarskóli Fjarðabyggðar er nýr sameinaður tónlistarskóli sem byggir á grunni þriggja frábærra tónlistarskóla í Fjarðabyggð. Yfir 300 nemendur eru í sameinuðum tónlistarskóla og eru sex starfsstöðvar frá Breiðdalsvík til Norðfjarðar.

Fjarðabyggð er öflugt, fjölkjarna sveitarfélag sem leggur mikla áherslu á velferð og málefni allra íbúa. Í hverjum kjarna Fjarðabyggðar er starfandi tónlistarskóli með mikið samstarf og nána samvinnu við grunn- og leikskóla á hverjum stað.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Aðstoðar við stefnumörkun skólans og gerð skólanámskrár.
  • Fylgist með skipulagi náms og kennslu og hefur forystu um þróun og umbætur á starfi skólans.
  • Aðstoðar við að þróaðar séu aðferðir til innra mats tónlistarskóla með það að markmiði að bæta árangur skólastarfsins.
  • Stuðlar að samstarf heimilis og tónlistarskóla.
  • Hefur umsjón með upplýsingaflæði innan tónlistarskólans.
  • Heldur utan um nemendaskrá ásamt skólastjóra.
  • Hefur umsjón með nemendatónleikum og annast kennslu í samræmi við stjórnunarhlutfall.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf til kennslu í tónlistarskóla.
  • Viðbótarmenntun í stjórnun er æskileg.
  • Reynsla af rekstri, stjórnun og þróunarstarfi er æskileg.
  • Góð málakunnátta (íslenska og enska) og hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti.
  • Þekking á rekstri, stjórnun og stefnumótun.
  • Þekking á undirbúningi og stjórnun funda.Þekking á helstu upplýsingakerfum sem notuð eru í skólum Fjarðabyggðar.
  • Afbragðs samskiptahæfileikar og vilji til að vinna með nemendum, forráðamönnum og öðrum kennurum
Fríðindi í starfi
  • Vinnutímastytting
  • Íþrótta- og tómstundarstyrkur
Auglýsing stofnuð28. júní 2024
Umsóknarfrestur15. júlí 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMeðalhæfni
Staðsetning
Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar