Landhelgisgæsla Íslands
Landhelgisgæsla Íslands

Skjalastjóri varnartengdra verkefna

Landhelgisgæsla Íslands (LHG) óskar eftir að ráða metnaðarfullan og drífandi einstakling í starf skjalastjóra. Viðkomandi ber ábyrgð samhæfingu og umsjón með gagna- og skjalasöfnum Atlantshafsbandalagsins (NATO) hér á landi ásamt þjálfun og stuðningi við notendur. Auk þess sinnir viðkomandi öðrum tengdum sérhæfðum verkefnum á sviði skjalamála og annarra trúnaðarganga á sviði varnarmála. Um er að ræða samstarfsverkefni varnarmálasviðs Landhelgisgæslu Íslands og varnarmálaskrifstofuutanríkisráðuneytisins. Starfsstöðvar verða á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og að hluta til í utanríkisráðuneytinu.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Gerð handbókar, innleiðing hennar og þjálfun starfsmanna
  • Innleiðing, rekstur og viðhald skjalasafns
  • Flokkun og skráning eldri gagna og uppbygging geymslusvæða
  • Móttaka skjala og erinda ásamt því að tryggja rétta og tímanlega afgreiðslu þeirra
  • Rekstur miðlægs skjalasafns
  • Eftirlit með notkun, geymslu og eyðingu skjala
  • Eftirlit, þjálfun, upplýsingamiðlun og ráðgjöf til notenda
  • Gerð og viðhald leiðbeininga og áætlana ásamt skýrslugerð

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi s.s. í bókasafns- og upplýsingafræði
  • Reynsla af notkun rafrænna skjalastýringarkerfa
  • Þekking og reynsla af stafrænu umbreytingarferli er kostur
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum, jákvætt viðmót og rík þjónustulund
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum og geta til að leiða umbætur
  • Frumkvæði, nákvæmni og skipulagshæfileikar
  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta
  • Góð tölvukunnátta og ökuréttindi
  • Áhugi á varnarmálum
  • Búseta á Suðurnesjum er kostur

Umsækjendur þurfa að standast kröfur Landhelgisgæslunnar um líkamlegt og andlegt atgervi. Einnig skal starfsfólk uppfylla skilyrði fyrir öryggisheimild sbr. varnarmálalög nr. 34/2008 og reglugerð nr. 959/2012.

Auglýsing birt7. nóvember 2024
Umsóknarfrestur2. desember 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Keflavíkurflugvöllur, 235 Reykjanesbær
Skógarhlíð 14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar