Sjókortagerð
Viltu skyggnast undir yfirborðið?
Viltu fá tækifæri til að taka þátt í því mikilvæga verkefni að kortleggja hafsbotninn með okkur og efla siglingaöryggi? Ef þú ert vel heima í hinni stafrænu veröld landupplýsinga og kortagerðar þá er þetta starf fyrir þig!
Landhelgisgæsla Íslands óskar eftir að ráða öflugan einstakling til starfa í sjómælinga- og siglingaöryggisdeild stofnunarinnar. Um er að ræða starf við sjókortagerð sem og önnur verkefni deildarinnar á sviði siglingaöryggis. Í boði er spennandi starf sem gefur viðkomandi kost á að efla þekkingu og færni á þessu sviði, meðal annars með sértæku námi erlendis í sjókortagerð.
Helstu verkefni:
- Vinnsla dýptarupplýsinga vegna sjókortagerðar
- Vinnsla landupplýsinga fyrir sjókort
- Vinna við útgáfu annarra sjóferðagagna
- Önnur verkefni á starfssviði deildarinnar
Menntunar og hæfniskröfur:
- Menntun og reynsla í landupplýsinga- og kortafræðum er æskileg
- Þekking á siglingum og sjókortum er kostur
- Frumkvæði, nákvæmni, öguð vinnubrögð og góð samskiptahæfni
- Góð tölvukunnátta og gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
Umsækjendur þurfa að standast kröfur Landhelgisgæslunnar um líkamlegt og andlegt atgervi. Einnig skal starfsfólk uppfylla skilyrði fyrir öryggisheimild sbr. varnarmálalög nr. 34/2008 og reglugerð nr. 959/2012.