Skjól hjúkrunarheimili
Skjól er rótgróið, faglegt og öflugt hjúkrunarheimili með reyndu og góðu starfsfólki. Skjól var fyrsta hjúkrunarheimilið í Reykjavík sem byggt var frá grunni með hjúkrunarrými eingöngu. Í gegnum árin hafa ýmsar breytingar átt sér stað og áskorun hjúkrunarheimila á hverjum tíma er að standast tímans tönn, fylgjast með rannsóknum, uppfæra starfsaðferðir og leiðir í þjónustu og umönnun íbúa og hafa alltaf virðingu og fagmennsku að leiðarljósi. Laugaskjól, sambýli fyrir minnissjúka er rekið undir stjórn deildar á 4. hæð heimilisins.
Hjá okkur starfar öflugur og fjölbreyttur hópur starfsfólks með fjölbreytta menntun og starfsreynslu að baki.
Ef þú vilt bætast í teymið okkar, sendu okkur þá umsókn !
Sjúkraþjálfari óskast á Skjól
Við leitum eftir öflugum sjúkraþjálfara til þess að bætast í hópinn á Skjóli. Fjölbreytt starf sem felur í sér þjónustu við íbúa heimilisins í góðum og samheldnum hópi sjúkra – og iðjuþjálfa.
Skjóli er rekið með hjúkrunarheimilunum Eir og Hömrum og er öflugt faglegt- og félagslegt samstarf milli allra staðanna.
Starfshlutfall og vinnutími er eftir samkomulagi og er starfið laust nú þegar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Almenn störf sjúkraþjálfara - skoðun, mat og meðferð
-
Skráning og skýrslugerð
-
Útvegun hjálpartækja í samvinnu við iðjuþjálfa
-
Fræðsla til skjólstæðinga, aðstandenda og annara starfsmanna
-
Teymisvinna og þátttaka í fagþróun
Menntunar- og hæfniskröfur
-
Íslenskt starfsleyfi sem sjúkraþjálfari
-
Góð íslenskukunnátta er skilyrði
-
Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvæðni
-
Sjálfstæð og fagleg vinnubrögð
-
Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi
Auglýsing birt16. desember 2024
Umsóknarfrestur5. janúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Kleppsvegur 64, 104 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (1)