Matvælastofnun
Matvælastofnun

Sérfræðingur á inn- og útflutningsdeild

Matvælastofnun leitar að metnaðarfullum sérfræðingi til starfa hjá inn- og útflutningsdeild sem staðsett er að Laugavegi 166, Reykjavík.

Matvælastofnun gefur út um 5000 heilbrigðisvottorð vegna útflutnings afurða ár hvert. Þetta er nauðsynlegur liður í markaðssetningu íslenskra afurða. Inn- og útflutningsdeild hefur umsjón með vottorðaútgáfunni sem felur í sér töluverð samskipti við hagaðila bæði innanlands og utan.

Matvælastofnun er nútímaleg og framsækin þjónustustofnun sem gætir hagsmuna neytenda og málleysingja. Megináhersla er lögð á starfsánægju og samskipti ásamt því að skapa öflugt og lifandi þekkingarsamfélag. Hjá inn- og útflutningsdeild starfa 14 sérfræðingar og mikil áhersla er lögð teymisvinnu og umbætur í verklagi.

Við stöndum vörð um heilsu manna, dýra og plantna og aukum þannig velferð og verðmætasköpun í þágu þjóðarinnar. Gildi Matvælastofnunar eru fagmennska, gagnsæi og traust.

Helstu verkefni og ábyrgð

Helstu verkefni eru útgáfa heilbrigðisvottorða vegna útflutnings afurða. Í því felst m.a. mat á gögnum og samskipti við hagaðila sem og þróun og viðhald ferla og kerfa tengdum vottorðaútgáfu. Einnig vinna að aðgengi íslenskra afurða að erlendum mörkuðum.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Matvælafræði, dýralæknismenntun, sjávarútvegsfræði eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi

  • Reynsla af matvælavinnslu, sjávarútvegi eða skyldri starfsemi er kostur.

  • Mjög góð hæfni í teymisvinnu og samskiptum nauðsynleg.

  • Nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi.

  • Góð skipulags- og greiningarfærni.

  • Hæfni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku er skilyrði.

  • Mjög góð almenn tölvukunnátta.

  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur.

  • Ökuréttindi.

Auglýsing birt19. apríl 2025
Umsóknarfrestur30. apríl 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Laugavegur 166, 105 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar