
Ráðgjafar- og greiningarstöð
Ráðgjafar- og greiningarstöð er miðlæg þjónustu- og þekkingarmiðstöð sem starfar á þverfaglegum grunni og sinnir börnum að 18 ára aldri hvar sem þau búa á landinu. Hlutverk hennar er m.a. að annast greiningu og ráðgjöf vegna barna með víðtækar þroskaraskerðingar, sinna fræðilegum rannsóknum á þessu sviði og veita börnum með venjuflóknar eða sjaldgæfar fatlanir langtímaeftirfylgd. Öflun og miðlun þekkingar og þroskaskerðingar og fræðsla um helstu íhlutunarleiðir er enn fremur meðal hlutverka stofnunarinnar.
Sálfræðingur
Ráðgjafar- og greiningarstöð auglýsir laust til umsóknar starf sálfræðings. Leitað er að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á að starfa að fjölbreyttum verkefnum tengdum fötluðum börnum og fjölskyldum þeirra með þverfaglegu teymi starfsfólks stofnunarinnar. Um er að ræða tímabundið starf til 12 mánaða.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Greining, ráðgjöf og eftirfylgd til fjölskyldna og fagfólks vegna barna með alvarlegar raskanir í taugaþroska
- Vinna í þverfaglegum teymum innan og utan stofnunar m.a. varðandi greiningu, ráðgjöf og eftirfylgd
- Þátttaka í fræðslu- og rannsóknarstarfi innan og utan stofnunar
Menntunar- og hæfniskröfur
- Íslenskt starfsleyfi sem sálfræðingur
- Þekking og reynsla af notkun helstu greiningartækja vegna greiningar þroskafrávika hjá börnum
- Þekking og reynsla af vinnu með börnum og/eða unglingum
- Þekking og reynsla af ráðgjöf og fræðslu til foreldra og/eða fagfólks
- Mjög góð samskipta- og samstarfshæfni og færni til að starfa í teymi
- Góð færni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku
- Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
Auglýsing birt19. febrúar 2025
Umsóknarfrestur3. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Dalshraun 1, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)